Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 20:03 Þingnefndin að störfum. Alex Wong/Pool Photo via AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022 Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00