Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 15:11 Kynsegin fólk getur unnið til verðlauna í sínum flokki í næsta Reykjavíkurmaraþoni. Þessi bleiki einhyrningur hljóp fyrir Einstök börn í Reykjavíkurmaraþoninu 2018. Vísir/Vilhelm Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn. „Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna. Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
„Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna.
Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira