„Leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með opnari hug“ Snorri Másson skrifar 17. október 2022 08:46 Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, vísar því á bug að horfurnar séu ekki góðar á sviði rafmynta nú um mundir. Virði Bitcoin hefur staðið í stað í um 20.000 Bandaríkjadölum frá því í sumar. Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, segir að enginn myndi vera að græða á því ef Bitcoin væri „svikamylla“ eins og hefur verið haldið fram. „Við segjum oft að Bitcoin falli aldrei í verði, heldur tekur það bara smá leiðréttingu eftir að hafa farið of hátt of hratt. Fyrir þessa fordæmalausu peningaprentun seðlabankanna árið 2020 stóð Bitcoin í um 3.000-6.000 dollurum. Eftir þessa peningaprentun fór verðið alla leið upp í 60.000 en er núna að finna stabíleringu í um 20.000. Það sem skiptir aðallega máli er að kerfið er að virka, það er stöðugt og bálkar eru enn að koma inn á tíu mínútna fresti,“ segir Ívar. Rætt er við Ívar í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Þar er einnig rætt um um væntanlegan bjargvætt íslenskrar tungu, sem eru undraverðar framfarir á sviði máltækni. Í viðtalinu vísar Ívar því líka á bug að um sé að ræða svikamyllu, eins og hefur verið haldið fram um Bitcoin: „Það er enginn miðstýrður aðili í Bitcoin þannig að það er enginn sem væri að hagnast á þeirri svikamyllu,“ segir Ívar. Bitcoin aftast í orkuröðinni Forstjóri Landsvirkjunar hefur gefið út að nú, þar sem ljóst er orðið að takmarka þurfi orku til ákveðinna viðskiptavina Landsvirkjunar, verði rafmyntargröftur neðstur á listanum. Það er væntanlega sagt í ljósi umhverfisáhrifa starfseminnar. Ívar segir að eðlilegra væri að kalla Bitcoin óumhverfisvænt ef um væri að ræða greiðslumiðlunarkerfi. Það sé þó ekki staðan, heldur sé Bitcoin nýtt peningakerfi. Slíkt kerfi þurfi ákveðna tækni til að vera í endurnýjun og fyrirkomulagið á því núna sé sanngjarnasta leiðin. „Mér finnst svolítið leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með aðeins opnari hug af því að Bitcoin er mögnuð bylting,“ segir Ívar. Hann segir að afgangsrafmagn sem fari til spillis sé vel hægt að nota til Bitcoin-graftrar, enda sé á flestum tímapunktum einhver orka að fara til spillis sem mætti í staðinn nýta. Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Ísland í dag Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 11. október 2022 07:01 Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, segir að enginn myndi vera að græða á því ef Bitcoin væri „svikamylla“ eins og hefur verið haldið fram. „Við segjum oft að Bitcoin falli aldrei í verði, heldur tekur það bara smá leiðréttingu eftir að hafa farið of hátt of hratt. Fyrir þessa fordæmalausu peningaprentun seðlabankanna árið 2020 stóð Bitcoin í um 3.000-6.000 dollurum. Eftir þessa peningaprentun fór verðið alla leið upp í 60.000 en er núna að finna stabíleringu í um 20.000. Það sem skiptir aðallega máli er að kerfið er að virka, það er stöðugt og bálkar eru enn að koma inn á tíu mínútna fresti,“ segir Ívar. Rætt er við Ívar í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Þar er einnig rætt um um væntanlegan bjargvætt íslenskrar tungu, sem eru undraverðar framfarir á sviði máltækni. Í viðtalinu vísar Ívar því líka á bug að um sé að ræða svikamyllu, eins og hefur verið haldið fram um Bitcoin: „Það er enginn miðstýrður aðili í Bitcoin þannig að það er enginn sem væri að hagnast á þeirri svikamyllu,“ segir Ívar. Bitcoin aftast í orkuröðinni Forstjóri Landsvirkjunar hefur gefið út að nú, þar sem ljóst er orðið að takmarka þurfi orku til ákveðinna viðskiptavina Landsvirkjunar, verði rafmyntargröftur neðstur á listanum. Það er væntanlega sagt í ljósi umhverfisáhrifa starfseminnar. Ívar segir að eðlilegra væri að kalla Bitcoin óumhverfisvænt ef um væri að ræða greiðslumiðlunarkerfi. Það sé þó ekki staðan, heldur sé Bitcoin nýtt peningakerfi. Slíkt kerfi þurfi ákveðna tækni til að vera í endurnýjun og fyrirkomulagið á því núna sé sanngjarnasta leiðin. „Mér finnst svolítið leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með aðeins opnari hug af því að Bitcoin er mögnuð bylting,“ segir Ívar. Hann segir að afgangsrafmagn sem fari til spillis sé vel hægt að nota til Bitcoin-graftrar, enda sé á flestum tímapunktum einhver orka að fara til spillis sem mætti í staðinn nýta.
Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Ísland í dag Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 11. október 2022 07:01 Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 11. október 2022 07:01
Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?