Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2022 22:22 Haukur Bent Sigmarsson er framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi. Sigurjón Ólason Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. Í fréttum Stöðvar 2 var Haganesvík heimsótt. Þar voru áður kaupfélag, sláturhús og frystihús, þaðan réru Fljótamenn til fiskjar, og þar bjuggu um fjörutíu manns þegar mest var í kringum 1940. Gömul mynd úr Haganesvík þegar verslun Samvinnufélags Fljótmanna var miðstöð sveitarinnar.Deplar/Eleven Experience Með lagningu nýs vegar um sveitina fyrir hálfri öld hvarf Haganesvík úr alfaraleið, starfsemin fjaraði út og lauk að mestu þegar nýtt verslunarhús var opnað á Ketilási árið 1978. Húsin grotnuðu niður allt þar til eigendur lúxushótelsins Depla keyptu þar tvær fasteignir og hófu að endurvekja draugaþorpið. Svona leit gamla kaupfélagið út þegar endurbætur hófust.Deplar/Eleven Experience „Við erum kannski frekar búin að varðveita söguna og reyna að skrifa okkar kafla í Haganesvíkinni,“ segir Haukur Bent Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, sem á Depla. Fyrrum verslunarhúsi Samvinnufélags Fljótamanna er búið að breyta í hljóðupptökuver og þegar inn er komið sést að ekkert er til sparað. Úr hljóðupptökuverinu í Haganesvík.Sigurjón Ólason „Það þýðir ekkert hálfkák, hvorki í aðstöðunni á hótelinu eða hér. Þannig að ef það á að gera hlutina, þá eru þeir gerðir almennilega,“ segir Haukur. Og milli þess sem tónlistarmenn vinna að listsköpun geta þeir skroppið í gufubað eða heita pottinn, farið á brimbretti, í sjósund eða róið á kajak. Heiti potturinn við upptökuverið. Hópsvatn fyrir aftan.Sigurjón Ólason Í gamla sláturhúsinu er svo búið að innrétta íþróttasal með körfuboltavelli og klifurvegg. „Það er náttúrlega allra veðra von hérna. Og þá getum við verið með þennan möguleika að gera eitthvað inni, ef veðrið myndi ekki bjóða upp á útivist.“ Séð inn í íþróttasalinn.Sigurjón Ólason Þegar spurt er hvernig hljóðver nýtist ferðaþjónustu segir Haukur að þar sé þegar búið að taka upp fjórar plötur. „Þetta nýtist rekstrinum. Og núna erum við bara í því lúxusvandamáli að sökum þess hvað er mikið bókað á Deplum þá er bara ekki pláss fyrir að koma með tónlistarmenn. Þannig að erum búin að gera eitt íbúðarhúsnæði á Hraunum upp fyrir tónlistarfólk.“ Horft yfir Haganesvík í átt til Flókadals. Þjóðvegurinn um Fljótin lá áður um eyðið.Sigurjón Ólason En hvað er það eiginlega sem bandarískir fjárfestar sjá við Haganesvík? „Það er náttúrlega bara umhverfið. Fjöllin, náttúran, kyrrðin. Öryggið. Snjórinn. Þetta er svo langt frá því að vera eitthvert Disneyland hérna. Það er allt hérna með sögu. Og bara mjög djúpa sögu,“ segir Haukur B. Sigmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57 Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Haganesvík heimsótt. Þar voru áður kaupfélag, sláturhús og frystihús, þaðan réru Fljótamenn til fiskjar, og þar bjuggu um fjörutíu manns þegar mest var í kringum 1940. Gömul mynd úr Haganesvík þegar verslun Samvinnufélags Fljótmanna var miðstöð sveitarinnar.Deplar/Eleven Experience Með lagningu nýs vegar um sveitina fyrir hálfri öld hvarf Haganesvík úr alfaraleið, starfsemin fjaraði út og lauk að mestu þegar nýtt verslunarhús var opnað á Ketilási árið 1978. Húsin grotnuðu niður allt þar til eigendur lúxushótelsins Depla keyptu þar tvær fasteignir og hófu að endurvekja draugaþorpið. Svona leit gamla kaupfélagið út þegar endurbætur hófust.Deplar/Eleven Experience „Við erum kannski frekar búin að varðveita söguna og reyna að skrifa okkar kafla í Haganesvíkinni,“ segir Haukur Bent Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, sem á Depla. Fyrrum verslunarhúsi Samvinnufélags Fljótamanna er búið að breyta í hljóðupptökuver og þegar inn er komið sést að ekkert er til sparað. Úr hljóðupptökuverinu í Haganesvík.Sigurjón Ólason „Það þýðir ekkert hálfkák, hvorki í aðstöðunni á hótelinu eða hér. Þannig að ef það á að gera hlutina, þá eru þeir gerðir almennilega,“ segir Haukur. Og milli þess sem tónlistarmenn vinna að listsköpun geta þeir skroppið í gufubað eða heita pottinn, farið á brimbretti, í sjósund eða róið á kajak. Heiti potturinn við upptökuverið. Hópsvatn fyrir aftan.Sigurjón Ólason Í gamla sláturhúsinu er svo búið að innrétta íþróttasal með körfuboltavelli og klifurvegg. „Það er náttúrlega allra veðra von hérna. Og þá getum við verið með þennan möguleika að gera eitthvað inni, ef veðrið myndi ekki bjóða upp á útivist.“ Séð inn í íþróttasalinn.Sigurjón Ólason Þegar spurt er hvernig hljóðver nýtist ferðaþjónustu segir Haukur að þar sé þegar búið að taka upp fjórar plötur. „Þetta nýtist rekstrinum. Og núna erum við bara í því lúxusvandamáli að sökum þess hvað er mikið bókað á Deplum þá er bara ekki pláss fyrir að koma með tónlistarmenn. Þannig að erum búin að gera eitt íbúðarhúsnæði á Hraunum upp fyrir tónlistarfólk.“ Horft yfir Haganesvík í átt til Flókadals. Þjóðvegurinn um Fljótin lá áður um eyðið.Sigurjón Ólason En hvað er það eiginlega sem bandarískir fjárfestar sjá við Haganesvík? „Það er náttúrlega bara umhverfið. Fjöllin, náttúran, kyrrðin. Öryggið. Snjórinn. Þetta er svo langt frá því að vera eitthvert Disneyland hérna. Það er allt hérna með sögu. Og bara mjög djúpa sögu,“ segir Haukur B. Sigmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57 Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Sjá meira
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31
Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00
Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57
Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30