Fór heim frá Portúgal með stjörnur í augunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2022 07:31 Elísabet með treyjuna sem Glódís klæddist í 120 mínútur auk viðbótartíma í Portúgal. Grasgrænku mátti víða sjá og finna töluverða svitalykt, eðli máls samkvæmt. Vísir/Kolbeinn Tumi Það mátti sannarlega finna ljós í myrkrinu á flugvellinum í Porto í gærkvöldi eftir 4-1 tap gegn heimakonum í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta á næsta ári. Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, var með poka í flugstöðinni. Í pokanum var að finna dýrmætan varning. Treyju og keppnisskó Glódísar Perlu Viggósdóttur. Glódís Perla var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands í gærkvöldi. Batt saman vörnina og skoraði mark Íslands. Sannkallað fyrirliðamark þótt hún sé reyndar ekki fyrirliði. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands, kom færandi hendi með treyjuna og skóna til Elísabetar sem eðli máls samkvæmt var í skýjunum. Og foreldrarnir, líka. Elísabet var ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún ætlaði að þvo treyjuna. Faðir hennar Ólafur Helgi Þorkelsson gerði henni þó fljótt ljóst að fara þyrfti yfir það allt saman með foreldrunum. Ekki var að sjá annað en að Gunnfríður Björnsdóttir, móðir Elísabetar og eiginkona Ólafs, væri á sama máli. En ein ung stelpa fór heim með dýrmæta gjöf til Íslands sem mun vafalítið gefa henni byr undir báða vængi á knattspyrnuvellinum enda vandfundin betri fyrirmynd en Glódís Perla. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Börn og uppeldi Portúgal Ferðalög Tengdar fréttir Þið tókuð af okkur HM Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur. 11. október 2022 22:54 Myndasyrpa: Sorg í Portúgal Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok. 11. október 2022 22:06 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, var með poka í flugstöðinni. Í pokanum var að finna dýrmætan varning. Treyju og keppnisskó Glódísar Perlu Viggósdóttur. Glódís Perla var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands í gærkvöldi. Batt saman vörnina og skoraði mark Íslands. Sannkallað fyrirliðamark þótt hún sé reyndar ekki fyrirliði. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands, kom færandi hendi með treyjuna og skóna til Elísabetar sem eðli máls samkvæmt var í skýjunum. Og foreldrarnir, líka. Elísabet var ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún ætlaði að þvo treyjuna. Faðir hennar Ólafur Helgi Þorkelsson gerði henni þó fljótt ljóst að fara þyrfti yfir það allt saman með foreldrunum. Ekki var að sjá annað en að Gunnfríður Björnsdóttir, móðir Elísabetar og eiginkona Ólafs, væri á sama máli. En ein ung stelpa fór heim með dýrmæta gjöf til Íslands sem mun vafalítið gefa henni byr undir báða vængi á knattspyrnuvellinum enda vandfundin betri fyrirmynd en Glódís Perla.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Börn og uppeldi Portúgal Ferðalög Tengdar fréttir Þið tókuð af okkur HM Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur. 11. október 2022 22:54 Myndasyrpa: Sorg í Portúgal Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok. 11. október 2022 22:06 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Þið tókuð af okkur HM Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur. 11. október 2022 22:54
Myndasyrpa: Sorg í Portúgal Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok. 11. október 2022 22:06