Beinum kröftum okkar á réttan stað Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 12. október 2022 10:01 Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun