Beinum kröftum okkar á réttan stað Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 12. október 2022 10:01 Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun