„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 17:53 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent