Hróp og köll gerð að forstjórum Air France og Airbus vegna flugslyssins mannskæða fyrir þrettán árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 22:23 Anne Rigail, forstjóri Air France og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, eins og teiknari sá þau fyrir sér í dómsal. AP Aðstandendur þeirra sem létust þegar Airbus-þota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshaf árið 2009 gerðu hróp og köll að forstjórum flugvélaframleiðandans og flugfélagsins þegar dómsmál vegna flugslysins hófst í Frakklandi í dag. Flugvél Air France var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þann 1. júní 2009. Flugvélin hrapaði hins vegar í Atlantshafi í óveðri. 228 fórust, þar af einn Íslendingur. Mikil leit var gerð að svörtu kössum flugvélarinnar, sem fundust. Hljóðupptökur þar vörpuðu ljósi á að flugmenn vélarinnar virðast ekki hafa brugðist við viðvörunum um ofris. Þá er einnig talið að ís hafi myndast á hraðaskynjurum flugvélarinnar sem truflað hafi mælingar sem bárust flugmönnum og flugkerfi vélarinnar. Gögn úr svarta kassanum gefa til kynna að flugvélin hafi fallið úr 11,500 metra hæð á fjórum mínútum og 24 sekúndum. Viðvörun um ofris hljóðaði einnig 75 sinnum í flugstjórnarklefanum. „Franskt réttlæti, þrettán árum of seint “stendur á þessu skilti sem einn af aðstandendum farþega Air Frances sem lést í slysinu, hélt á í dag.AP Photo/Michel Euler Aðstandendur farþeganna sem létust höfðuðu mál gegn Airbus og Air France, en fulltrúar þeirra neituðu sök við réttarhöldin í dag. Airbus telur að mistök flugmanna hafi verið orsök flugslyssins. Air France bendir hins vegar á Airbus og hönnun viðvörunakerfa sem hafi verið ruglandi fyrir flugmennina. Dómari í málinu hóf réttarhöldin á því að lesa upp nöfn þeirra 228 sem fórust í slysinu. Þegar Anne Rigail, forstjóri Air France, og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, hófu mál sitt við réttarhöldin voru hróp og köll gerð að þeim. „Skammist ykkar“ og „Of lítið of seint,“ var kallað að þeim. Réttarhöldin munu standa yfir næstu níu vikurnar. Frakkland Brasilía Fréttir af flugi Airbus Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Flugvél Air France var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þann 1. júní 2009. Flugvélin hrapaði hins vegar í Atlantshafi í óveðri. 228 fórust, þar af einn Íslendingur. Mikil leit var gerð að svörtu kössum flugvélarinnar, sem fundust. Hljóðupptökur þar vörpuðu ljósi á að flugmenn vélarinnar virðast ekki hafa brugðist við viðvörunum um ofris. Þá er einnig talið að ís hafi myndast á hraðaskynjurum flugvélarinnar sem truflað hafi mælingar sem bárust flugmönnum og flugkerfi vélarinnar. Gögn úr svarta kassanum gefa til kynna að flugvélin hafi fallið úr 11,500 metra hæð á fjórum mínútum og 24 sekúndum. Viðvörun um ofris hljóðaði einnig 75 sinnum í flugstjórnarklefanum. „Franskt réttlæti, þrettán árum of seint “stendur á þessu skilti sem einn af aðstandendum farþega Air Frances sem lést í slysinu, hélt á í dag.AP Photo/Michel Euler Aðstandendur farþeganna sem létust höfðuðu mál gegn Airbus og Air France, en fulltrúar þeirra neituðu sök við réttarhöldin í dag. Airbus telur að mistök flugmanna hafi verið orsök flugslyssins. Air France bendir hins vegar á Airbus og hönnun viðvörunakerfa sem hafi verið ruglandi fyrir flugmennina. Dómari í málinu hóf réttarhöldin á því að lesa upp nöfn þeirra 228 sem fórust í slysinu. Þegar Anne Rigail, forstjóri Air France, og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, hófu mál sitt við réttarhöldin voru hróp og köll gerð að þeim. „Skammist ykkar“ og „Of lítið of seint,“ var kallað að þeim. Réttarhöldin munu standa yfir næstu níu vikurnar.
Frakkland Brasilía Fréttir af flugi Airbus Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira