Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2022 16:58 Sólveig Anna Jónsdóttir er meðal frambjóðanda til formanns Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. „Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34