„Bréf til Láru“ Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. október 2022 11:31 Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Barnavernd Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar