Gekk berserksgang og reyndi að kveikja í íbúð annars manns Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2022 06:13 Lögregla var kölluð út vegna tveggja líkamsárása í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem hafði valdið töluverðu tjóni í íbúð annars manns og kastað til og skemmt innanstokksmuni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem sagt er frá verkefnum lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Ekki segir hvenær nákvæmlega atvikið átti sér stað, en þó kemur fram að þetta hafi verið í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem nær yfir Breiðholt í Reykjavík og Kópavog. Segir að hinn handtekni hafi verið undir töluverðum áhrifum vímuefna, en hann hafði sömuleiðis reynt að kveikja í innanstokksmunum en án árangurs. Lögregla handtók manninn og var hann vistaður í fangageymslu. Reyndi að komast inn í aðrar íbúðir Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ofurölvi mann á stigagangi fjölbýlishúss í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn bjó sjálfur í húsinu en var ráfandi um stigaganginn og reyndi hann ítrekað að komast inn í aðrar íbúðir. „Að lokum var aðilinn handtekinn vegna ölvunarástands og vistaður í fangaklefa og fengu íbúar í húsinu svefnfrið í kjölfarið,“ segir í dagbók lögreglu. Lögregla var einnig kölluð út eftir að tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu, en þar var árásarmaðurinn farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði og tók lögregla skýrslu af þeim sem fyrir árásinni varð. Sömuleiðis var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Ekið á ljósastaur Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki á svæði lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, auk þess að lögregla stöðvaði nokkra ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Loks segir frá því að umferðaróhapp hafi orðið þegar bíl var ekið á ljósastaur og var ökumaður fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. Þá kom slökkvilið og hreinsaði upp olíu sem lak frá bílnum. Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem sagt er frá verkefnum lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Ekki segir hvenær nákvæmlega atvikið átti sér stað, en þó kemur fram að þetta hafi verið í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem nær yfir Breiðholt í Reykjavík og Kópavog. Segir að hinn handtekni hafi verið undir töluverðum áhrifum vímuefna, en hann hafði sömuleiðis reynt að kveikja í innanstokksmunum en án árangurs. Lögregla handtók manninn og var hann vistaður í fangageymslu. Reyndi að komast inn í aðrar íbúðir Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ofurölvi mann á stigagangi fjölbýlishúss í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn bjó sjálfur í húsinu en var ráfandi um stigaganginn og reyndi hann ítrekað að komast inn í aðrar íbúðir. „Að lokum var aðilinn handtekinn vegna ölvunarástands og vistaður í fangaklefa og fengu íbúar í húsinu svefnfrið í kjölfarið,“ segir í dagbók lögreglu. Lögregla var einnig kölluð út eftir að tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu, en þar var árásarmaðurinn farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði og tók lögregla skýrslu af þeim sem fyrir árásinni varð. Sömuleiðis var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Ekið á ljósastaur Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki á svæði lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, auk þess að lögregla stöðvaði nokkra ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Loks segir frá því að umferðaróhapp hafi orðið þegar bíl var ekið á ljósastaur og var ökumaður fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. Þá kom slökkvilið og hreinsaði upp olíu sem lak frá bílnum.
Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira