Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 11:54 Rússar segja þrjá hafa fallið í sprengingunni. AP Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. Fram kemur í tilkynningu frá hryðjuverkavarnanefnd Rússlands að sprengingin hafi valdið eldi í sjö lestarvögnum sem innihéldu eldsneyti og að í kjölfarið hafi hluti brúarinnra fallið. Sprengjan sprakk þegar lest var á leiðinni yfir brúna. Að sögn nefndarinnar létust maður og kona sem voru í bifreið á leiðinni yfir og hafa líkamsliefar þeirra verið sóttar. Nefndin nefndi ekkert um meint þriðja fórnarlamb. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur þá lýst því yfir að rússneskar hersveitir sem berjast nú í Mykolaív, Kryvyi Ríh og Zaporizhzhia héruðunum í suðurhluta Úkraínu geti fengið birgðir sendar landleiðina. Kerch brúin er eina opna flutningsleið Rússa inn í Úkraínu fyrir utan mun hættulegri landleið. Stjórnmálafræðingurinn Elizabeth Tsurkov vekur athylgi á því á Twitter að fyrir aðeins þremur mánuðum hafi Rússar haldið því fram að ómögulegt væri að ráðast á Kerch brúna. Það væri vegna tuttugu mismunandi virkra varna, þar á meðal höfrunga sem væru þjálfaðir í hernaði. Only 3 months ago, Russian propaganda was claiming that the Crimea bridge was impossible to attack because of 20 different modes of protection covering it, including military dolphins (#17) https://t.co/gJdON9o4Vl What a colossal failure pic.twitter.com/70ZrQoKXYb— Elizabeth Tsurkov🌻 (@Elizrael) October 8, 2022 Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Waters hefur þá teiknað upp mynd af þeim svæðum brúarinnar sem eyðilögðust í sprengingunni. It seems at least three spans of the bridge have collapsed. Two at the location where a train is burning (location 1), and another further to the east (location 2). pic.twitter.com/aIz0rl48kf— Nick Waters (@N_Waters89) October 8, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá hryðjuverkavarnanefnd Rússlands að sprengingin hafi valdið eldi í sjö lestarvögnum sem innihéldu eldsneyti og að í kjölfarið hafi hluti brúarinnra fallið. Sprengjan sprakk þegar lest var á leiðinni yfir brúna. Að sögn nefndarinnar létust maður og kona sem voru í bifreið á leiðinni yfir og hafa líkamsliefar þeirra verið sóttar. Nefndin nefndi ekkert um meint þriðja fórnarlamb. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur þá lýst því yfir að rússneskar hersveitir sem berjast nú í Mykolaív, Kryvyi Ríh og Zaporizhzhia héruðunum í suðurhluta Úkraínu geti fengið birgðir sendar landleiðina. Kerch brúin er eina opna flutningsleið Rússa inn í Úkraínu fyrir utan mun hættulegri landleið. Stjórnmálafræðingurinn Elizabeth Tsurkov vekur athylgi á því á Twitter að fyrir aðeins þremur mánuðum hafi Rússar haldið því fram að ómögulegt væri að ráðast á Kerch brúna. Það væri vegna tuttugu mismunandi virkra varna, þar á meðal höfrunga sem væru þjálfaðir í hernaði. Only 3 months ago, Russian propaganda was claiming that the Crimea bridge was impossible to attack because of 20 different modes of protection covering it, including military dolphins (#17) https://t.co/gJdON9o4Vl What a colossal failure pic.twitter.com/70ZrQoKXYb— Elizabeth Tsurkov🌻 (@Elizrael) October 8, 2022 Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Waters hefur þá teiknað upp mynd af þeim svæðum brúarinnar sem eyðilögðust í sprengingunni. It seems at least three spans of the bridge have collapsed. Two at the location where a train is burning (location 1), and another further to the east (location 2). pic.twitter.com/aIz0rl48kf— Nick Waters (@N_Waters89) October 8, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira