Nýr sendiherra Bandaríkjanna afhenti forseta trúnaðarbréf Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 10:37 Bandarísku sendiherrahjónin með forsetahjónunum á Bessastöðum í gær. Frá vinstri: James V. Derrick yngri, Carrin Patman, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Skrifstofa forseta Íslands/Gunnar Vigfússon Carrin Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf í gær. Sendiherralaust hefur verið frá því að umdeildur forveri Patman lét af embættinu í janúar í fyrra. Bandaríska sendiráðið birti mynd af Patman og eiginmanni hennar, James V. Derrick yngri, á Bessastöðum með forsetanum og Elizu Reid forsetafrú á Twitter-reikningi sínum í gær. New U.S. Ambassador to IcelandToday, Ambassador Carrin Patman presented her credentials to the President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, becoming the new U.S. Ambassador to Iceland. @PresidentISL @elizajreid pic.twitter.com/VabZGNipdk— U.S. Embassy Iceland (@usembreykjavik) October 6, 2022 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joes Biden Bandaríkjaforseta á Patman í ágúst. Hún er lögfræðingur að mennt og var meðal annars stjórnarformaður almenningssamgangna í Texas. Þá hefur hún verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í ríkinu. Patman tók þátt í kosningabaráttu Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og Bidens árið 2020. Algengt er að bandarískir forsetar tilnefni pólitíska stuðningsmenn og bakhjarla í sendiherrastöður. Eiginmaður sendiherrans var áður varaforseti og aðallögfræðingur Enron sem var eitt sinn stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Gjaldþrot þess þegar upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli árið 2001 var það stærsta í sögu Bandaríkjanna. Derrick bar meðal annars vitni þegar stjórnendur fyrirtækisins voru sóttir til saka. Hún tekur við embætti sendiherra á Íslandi af Jeffrey Ross Gunter, húðlækni frá Kaliforníu sem var skipaður af Donald Trump. Sendiherratíð Gunters var stormasöm. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hríðsversnað vegna hans í skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins gerði. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að koma Gunter úr embætti. Gunter lét af embættinu í janúar í fyrra þegar Biden tók við embætti forseta af Trump. Bandaríkin Utanríkismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Bandaríska sendiráðið birti mynd af Patman og eiginmanni hennar, James V. Derrick yngri, á Bessastöðum með forsetanum og Elizu Reid forsetafrú á Twitter-reikningi sínum í gær. New U.S. Ambassador to IcelandToday, Ambassador Carrin Patman presented her credentials to the President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, becoming the new U.S. Ambassador to Iceland. @PresidentISL @elizajreid pic.twitter.com/VabZGNipdk— U.S. Embassy Iceland (@usembreykjavik) October 6, 2022 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joes Biden Bandaríkjaforseta á Patman í ágúst. Hún er lögfræðingur að mennt og var meðal annars stjórnarformaður almenningssamgangna í Texas. Þá hefur hún verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í ríkinu. Patman tók þátt í kosningabaráttu Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og Bidens árið 2020. Algengt er að bandarískir forsetar tilnefni pólitíska stuðningsmenn og bakhjarla í sendiherrastöður. Eiginmaður sendiherrans var áður varaforseti og aðallögfræðingur Enron sem var eitt sinn stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Gjaldþrot þess þegar upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli árið 2001 var það stærsta í sögu Bandaríkjanna. Derrick bar meðal annars vitni þegar stjórnendur fyrirtækisins voru sóttir til saka. Hún tekur við embætti sendiherra á Íslandi af Jeffrey Ross Gunter, húðlækni frá Kaliforníu sem var skipaður af Donald Trump. Sendiherratíð Gunters var stormasöm. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hríðsversnað vegna hans í skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins gerði. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að koma Gunter úr embætti. Gunter lét af embættinu í janúar í fyrra þegar Biden tók við embætti forseta af Trump.
Bandaríkin Utanríkismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46