Hafnarfjarðarbær vinnur að breytingum á skipulagi leikskóla sinna Kristín Thoroddsen skrifar 6. október 2022 17:01 Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Grunnskólar Kristín Thoroddsen Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar