Hafnarfjarðarbær vinnur að breytingum á skipulagi leikskóla sinna Kristín Thoroddsen skrifar 6. október 2022 17:01 Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Grunnskólar Kristín Thoroddsen Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar