Áhyggjufullir neytendur geta andað léttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2022 15:11 Þristarnir í tveimur útgáfum; hinar gamalgrónu umbúðir að ofan og þær nýrri fyrir neðan. Forstjóri Kólusar segir nýjar, látlausar umbúðir utan um súkkulaðistykkið Þrist, sem vöktu talsverðar áhyggjur netverja í gær, aðeins tímabundnar. Verið sé að bíða eftir sendingu af „gömlu góðu“ umbúðunum. Twitter-samfélagið rak í rogastans í gær þegar Urður Örlygsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu birti mynd af tveimur eintökum af súkkulaðistykkinu vinsæla; annað í hinum hefðbundnu umbúðum, skreyttum rauðum og bláum þristum, en hitt öllu lágstemmdara; guli liturinn enn allsráðandi en annars fátt sem minnir á hinn klassíska þrist. Búið að vara við nýjum veruleika vegna hryðjuverka. En hvað er þetta??? pic.twitter.com/RfsuvWM8iM— Urður Örlygsdóttir (@uorlyx) October 4, 2022 Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að mestu afar neikvæð. „Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram,“ skrifaði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi. Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram. Miklir möguleikar þarna, t.d. að tengja þá við :3 broskallinn.— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) October 4, 2022 „Siðrof!“ sagði annar. „Oj.. OG TIL HVERS?!“ velti sá þriðji upp. Og svo var það þetta: Afhverju ekki bara að fara alla leið með þetta you cowards? https://t.co/b6kXE8cdV5 pic.twitter.com/XStRrA7a8S— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) October 4, 2022 Ofangreindum er eflaust í fersku minni breytingar á gamalgrónum vörumerkjum annarra fyrirtækja sem greint hefur verið frá síðustu misseri. Þar má nefna Bónusgrísinn og Olísmerkið, breytingar sem sömuleiðis vöktu afar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Og neytendur hafa greinilega óttast að hið ástæla súkkulaðistykki, sem hefur raunar ítrekað verið valið besta íslenska sælgætið, fari sömu leið. Bíða eftir nýrri sendingu En svo er ekki. Snorri Páll Jónsson forstjóri Kólusar segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þessi breyting, sem vakti svo hörð viðbrögð netverja, sé tímabundin. Ástæðan sé rof í svokallaðri aðfangakeðju, meðal annars vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Hann sé farinn að hafa „óþægileg áhrif“ á meðal annars umbúðaframleiðslu í Evrópu. „Raforkuskortur og skömmtun á þeim mörkuðum, ásamt ört hækkandi verðlagi af þeim sökum, er nú farið að „glefsa“ í okkur hérna á litla Íslandi líka. Nú þarf mun meiri fyrirvara en áður til undirbúnings á framleiðslu á umbúðum eins og plasti, sem allt er framleitt utan landsteinanna, eftir að sú framleiðsla lagðist af svo til með öllu í landinu, fyrir um tveimur árum,“ segir Snorri. Umbúðirnar sem netverjar voru svo vonsviknir með séu notaðar utan um Þrist á erlendum markaði. Þær sé nú verið að nýta tímabundið hér heima. „Þar til ný sending umbúða með „gamla“ góða útlitinu berst á allra næstu dögum,“ segir Snorri. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Sælgæti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Twitter-samfélagið rak í rogastans í gær þegar Urður Örlygsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu birti mynd af tveimur eintökum af súkkulaðistykkinu vinsæla; annað í hinum hefðbundnu umbúðum, skreyttum rauðum og bláum þristum, en hitt öllu lágstemmdara; guli liturinn enn allsráðandi en annars fátt sem minnir á hinn klassíska þrist. Búið að vara við nýjum veruleika vegna hryðjuverka. En hvað er þetta??? pic.twitter.com/RfsuvWM8iM— Urður Örlygsdóttir (@uorlyx) October 4, 2022 Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að mestu afar neikvæð. „Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram,“ skrifaði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi. Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram. Miklir möguleikar þarna, t.d. að tengja þá við :3 broskallinn.— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) October 4, 2022 „Siðrof!“ sagði annar. „Oj.. OG TIL HVERS?!“ velti sá þriðji upp. Og svo var það þetta: Afhverju ekki bara að fara alla leið með þetta you cowards? https://t.co/b6kXE8cdV5 pic.twitter.com/XStRrA7a8S— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) October 4, 2022 Ofangreindum er eflaust í fersku minni breytingar á gamalgrónum vörumerkjum annarra fyrirtækja sem greint hefur verið frá síðustu misseri. Þar má nefna Bónusgrísinn og Olísmerkið, breytingar sem sömuleiðis vöktu afar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Og neytendur hafa greinilega óttast að hið ástæla súkkulaðistykki, sem hefur raunar ítrekað verið valið besta íslenska sælgætið, fari sömu leið. Bíða eftir nýrri sendingu En svo er ekki. Snorri Páll Jónsson forstjóri Kólusar segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þessi breyting, sem vakti svo hörð viðbrögð netverja, sé tímabundin. Ástæðan sé rof í svokallaðri aðfangakeðju, meðal annars vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Hann sé farinn að hafa „óþægileg áhrif“ á meðal annars umbúðaframleiðslu í Evrópu. „Raforkuskortur og skömmtun á þeim mörkuðum, ásamt ört hækkandi verðlagi af þeim sökum, er nú farið að „glefsa“ í okkur hérna á litla Íslandi líka. Nú þarf mun meiri fyrirvara en áður til undirbúnings á framleiðslu á umbúðum eins og plasti, sem allt er framleitt utan landsteinanna, eftir að sú framleiðsla lagðist af svo til með öllu í landinu, fyrir um tveimur árum,“ segir Snorri. Umbúðirnar sem netverjar voru svo vonsviknir með séu notaðar utan um Þrist á erlendum markaði. Þær sé nú verið að nýta tímabundið hér heima. „Þar til ný sending umbúða með „gamla“ góða útlitinu berst á allra næstu dögum,“ segir Snorri.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Sælgæti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira