Hvers virði er farsæld barna og kennara? Sigurður Sigurjónsson skrifar 5. október 2022 12:00 Á Alþjóðadegi kennara standa stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla sig langt umfram eðlilegar kröfur, sem og aðra daga. En hversu langt er hægt að ganga? Er ekki þegar komið að þolmörkum? Fyrir um ári síðan kom út skýrsla starfshóps Félags stjórnenda leikskóla og Félags leikskólakennara um vinnuumhverfi í leikskólum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að bæta þarf starfsumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum. Tryggja þarf börnum meira rými og bæta þarf samráð á milli rekstraraðila leikskólanna og stjórnenda þeirra um fjölda barna í leikskólum. Staðreyndin er sú að flestir rekstraraðilar gera stjórnendum leikskóla ekki kleift að fara eftir settum reglum. Samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða skal gera ráð fyrir rými fyrir starfsmenn sem starfa með börnum, en í fæstum tilfellum er það gert. Eins skal gera ráð fyrir að lágmarki þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Þeirri kröfu er þó sjaldnast mætt. Mörg dæmi eru um að veggir og skápar séu taldir með þegar leikrými barna er reiknað út. Allt of mörg börn í allt of litlu rými í allt of langan tíma hefur afleiðingar. Það hefur áhrif á menntun barnanna, líðan þeirra og geðtengsl. Einnig á starfsfólkið, starfsaðstæður og loftgæði. Líðan kennara hefur síðan bein áhrif á líðan barna. Nú, ári eftir útgáfu skýrslunnar berast reglulega fréttir af versnandi aðbúnaði í leikskólum. Starfsfólki og börnum er gert að flytja inn í óklárað húsnæði á ókláraðri lóð. Þeim er gert að flytja úr einu ófullnægjandi og heilsuspillandi starfsumhverfi í annað. Starfsfólk fer í langtímaveikindi, aðrir gefast upp og segja sína skoðun með því að skipta um starfsvettvang. Foreldrar þrýsta á að börn sín komist sem fyrst inn í leikskóla, leikskóla sem eru ekki tilbúnir til að taka á móti þeim. Þrýstingur foreldra og þjónustusækni rekstraraðila veldur of miklu álagi á leikskólakerfið. Við slíkar aðstæður hlýtur eitthvað að gefa sig á endanum. Foreldrar, tíminn er kominn til að berjast fyrir því að börnin ykkar fái það lágmarksleikrými sem þau þurfa og eiga rétt á. Hættum að sætta okkur við að rekstraraðilar brjóti gegn þessum rétti barnanna. Rekstraraðilar leikskóla, sveitarfélög, þið berið skyldu til að huga að öryggi og aðbúnaði barna og starfsmanna þeirra stofnana sem þið rekið. Ég hvet ykkur til að ganga strax til verka og gera úrbætur. Til hamingju með Alþjóðadag kennara. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í leikskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþjóðadegi kennara standa stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla sig langt umfram eðlilegar kröfur, sem og aðra daga. En hversu langt er hægt að ganga? Er ekki þegar komið að þolmörkum? Fyrir um ári síðan kom út skýrsla starfshóps Félags stjórnenda leikskóla og Félags leikskólakennara um vinnuumhverfi í leikskólum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að bæta þarf starfsumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum. Tryggja þarf börnum meira rými og bæta þarf samráð á milli rekstraraðila leikskólanna og stjórnenda þeirra um fjölda barna í leikskólum. Staðreyndin er sú að flestir rekstraraðilar gera stjórnendum leikskóla ekki kleift að fara eftir settum reglum. Samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða skal gera ráð fyrir rými fyrir starfsmenn sem starfa með börnum, en í fæstum tilfellum er það gert. Eins skal gera ráð fyrir að lágmarki þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Þeirri kröfu er þó sjaldnast mætt. Mörg dæmi eru um að veggir og skápar séu taldir með þegar leikrými barna er reiknað út. Allt of mörg börn í allt of litlu rými í allt of langan tíma hefur afleiðingar. Það hefur áhrif á menntun barnanna, líðan þeirra og geðtengsl. Einnig á starfsfólkið, starfsaðstæður og loftgæði. Líðan kennara hefur síðan bein áhrif á líðan barna. Nú, ári eftir útgáfu skýrslunnar berast reglulega fréttir af versnandi aðbúnaði í leikskólum. Starfsfólki og börnum er gert að flytja inn í óklárað húsnæði á ókláraðri lóð. Þeim er gert að flytja úr einu ófullnægjandi og heilsuspillandi starfsumhverfi í annað. Starfsfólk fer í langtímaveikindi, aðrir gefast upp og segja sína skoðun með því að skipta um starfsvettvang. Foreldrar þrýsta á að börn sín komist sem fyrst inn í leikskóla, leikskóla sem eru ekki tilbúnir til að taka á móti þeim. Þrýstingur foreldra og þjónustusækni rekstraraðila veldur of miklu álagi á leikskólakerfið. Við slíkar aðstæður hlýtur eitthvað að gefa sig á endanum. Foreldrar, tíminn er kominn til að berjast fyrir því að börnin ykkar fái það lágmarksleikrými sem þau þurfa og eiga rétt á. Hættum að sætta okkur við að rekstraraðilar brjóti gegn þessum rétti barnanna. Rekstraraðilar leikskóla, sveitarfélög, þið berið skyldu til að huga að öryggi og aðbúnaði barna og starfsmanna þeirra stofnana sem þið rekið. Ég hvet ykkur til að ganga strax til verka og gera úrbætur. Til hamingju með Alþjóðadag kennara. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í leikskólum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar