Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 23:55 Leifar rússnesks skriðdreka á milli borganna Izium og Kharkiv í austanverðri Úkraínu. AP/Francisco Seco Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. Rússar hafa átt verulega undir högg að sækja í innrás sinni í Úkraínu undanfarnar vikur. Þeir töpuðu Lyman, hernaðarlega mikilvægri borg í Donetsk-héraði í austanverðu landinu um helgina, rétt eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir að hann hefði innlimað héraðið auk þriggja annarra hernumdra héraða. Eitt þeirra er Kherson-hérað í Suður-Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið og leppstjórar Rússa þar staðfesta að skriðdrekar Úkraínumanna hafi brotist í gegnum varnir þeirra við Dnjepr-ána norðaustur af Kherson-borg í dag. Harðir bardagar geisi nú þar, um þrjátíu kílómetra sunnar en víglínan var þangað til í dag. Reuters-fréttastofan segir að framrásin í suðrinu sé sú veigamesta hjá úkraínska hernum frá því að stríðið hófst í febrúar. Úkraínskir hermenn frelsuðu nokkur þorp úr höndum Rússa meðfram ánni. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að þorp hefðu verið frelsuð í nokkrum héruðum. Sókn Úkraínumanna er sögð beinast að flutningsleiðum fyrir um 25.000 rússneska hermenn á vesturbakka Dnjepr. Í Luhansk segir rússneska leppstjórnin að úkraínskir hermenn hafi sótt fram nokkra kílómetra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þeir stefnu að bæjunum Kremenna og Svatove sem Rússar hafa á valdi sínu. Vita ekki fyllilega hvaða landsvæði verða innlimuð Rússar héldu áfram ólögmætri tilraun sinni til þess að innlima úkraínsku héruðin fjögur þegar Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti aðgerðina í dag. Efri deild þingsins gerir slíkt það sama á morgun. AP-fréttastofan segir að innlimanirnir séu keyrðar í gegn í svo miklum flýti að rússneskir embættismenn hafi átt erfitt með að ná utan um hvaða svæði stendur nákvæmlega til að innlima. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að Donetsk og Luhansk gangi í rússneska sambandsríkið með sömu héraðsmörk og giltu áður en átök brutust þar út árið 2014. Enn hafi ekki verið ákveðið hver landamæri Kherson og Saporisjía verða. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Rússar hafa átt verulega undir högg að sækja í innrás sinni í Úkraínu undanfarnar vikur. Þeir töpuðu Lyman, hernaðarlega mikilvægri borg í Donetsk-héraði í austanverðu landinu um helgina, rétt eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir að hann hefði innlimað héraðið auk þriggja annarra hernumdra héraða. Eitt þeirra er Kherson-hérað í Suður-Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið og leppstjórar Rússa þar staðfesta að skriðdrekar Úkraínumanna hafi brotist í gegnum varnir þeirra við Dnjepr-ána norðaustur af Kherson-borg í dag. Harðir bardagar geisi nú þar, um þrjátíu kílómetra sunnar en víglínan var þangað til í dag. Reuters-fréttastofan segir að framrásin í suðrinu sé sú veigamesta hjá úkraínska hernum frá því að stríðið hófst í febrúar. Úkraínskir hermenn frelsuðu nokkur þorp úr höndum Rússa meðfram ánni. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að þorp hefðu verið frelsuð í nokkrum héruðum. Sókn Úkraínumanna er sögð beinast að flutningsleiðum fyrir um 25.000 rússneska hermenn á vesturbakka Dnjepr. Í Luhansk segir rússneska leppstjórnin að úkraínskir hermenn hafi sótt fram nokkra kílómetra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þeir stefnu að bæjunum Kremenna og Svatove sem Rússar hafa á valdi sínu. Vita ekki fyllilega hvaða landsvæði verða innlimuð Rússar héldu áfram ólögmætri tilraun sinni til þess að innlima úkraínsku héruðin fjögur þegar Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti aðgerðina í dag. Efri deild þingsins gerir slíkt það sama á morgun. AP-fréttastofan segir að innlimanirnir séu keyrðar í gegn í svo miklum flýti að rússneskir embættismenn hafi átt erfitt með að ná utan um hvaða svæði stendur nákvæmlega til að innlima. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að Donetsk og Luhansk gangi í rússneska sambandsríkið með sömu héraðsmörk og giltu áður en átök brutust þar út árið 2014. Enn hafi ekki verið ákveðið hver landamæri Kherson og Saporisjía verða.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira