Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 23:55 Leifar rússnesks skriðdreka á milli borganna Izium og Kharkiv í austanverðri Úkraínu. AP/Francisco Seco Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. Rússar hafa átt verulega undir högg að sækja í innrás sinni í Úkraínu undanfarnar vikur. Þeir töpuðu Lyman, hernaðarlega mikilvægri borg í Donetsk-héraði í austanverðu landinu um helgina, rétt eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir að hann hefði innlimað héraðið auk þriggja annarra hernumdra héraða. Eitt þeirra er Kherson-hérað í Suður-Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið og leppstjórar Rússa þar staðfesta að skriðdrekar Úkraínumanna hafi brotist í gegnum varnir þeirra við Dnjepr-ána norðaustur af Kherson-borg í dag. Harðir bardagar geisi nú þar, um þrjátíu kílómetra sunnar en víglínan var þangað til í dag. Reuters-fréttastofan segir að framrásin í suðrinu sé sú veigamesta hjá úkraínska hernum frá því að stríðið hófst í febrúar. Úkraínskir hermenn frelsuðu nokkur þorp úr höndum Rússa meðfram ánni. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að þorp hefðu verið frelsuð í nokkrum héruðum. Sókn Úkraínumanna er sögð beinast að flutningsleiðum fyrir um 25.000 rússneska hermenn á vesturbakka Dnjepr. Í Luhansk segir rússneska leppstjórnin að úkraínskir hermenn hafi sótt fram nokkra kílómetra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þeir stefnu að bæjunum Kremenna og Svatove sem Rússar hafa á valdi sínu. Vita ekki fyllilega hvaða landsvæði verða innlimuð Rússar héldu áfram ólögmætri tilraun sinni til þess að innlima úkraínsku héruðin fjögur þegar Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti aðgerðina í dag. Efri deild þingsins gerir slíkt það sama á morgun. AP-fréttastofan segir að innlimanirnir séu keyrðar í gegn í svo miklum flýti að rússneskir embættismenn hafi átt erfitt með að ná utan um hvaða svæði stendur nákvæmlega til að innlima. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að Donetsk og Luhansk gangi í rússneska sambandsríkið með sömu héraðsmörk og giltu áður en átök brutust þar út árið 2014. Enn hafi ekki verið ákveðið hver landamæri Kherson og Saporisjía verða. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Rússar hafa átt verulega undir högg að sækja í innrás sinni í Úkraínu undanfarnar vikur. Þeir töpuðu Lyman, hernaðarlega mikilvægri borg í Donetsk-héraði í austanverðu landinu um helgina, rétt eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir að hann hefði innlimað héraðið auk þriggja annarra hernumdra héraða. Eitt þeirra er Kherson-hérað í Suður-Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið og leppstjórar Rússa þar staðfesta að skriðdrekar Úkraínumanna hafi brotist í gegnum varnir þeirra við Dnjepr-ána norðaustur af Kherson-borg í dag. Harðir bardagar geisi nú þar, um þrjátíu kílómetra sunnar en víglínan var þangað til í dag. Reuters-fréttastofan segir að framrásin í suðrinu sé sú veigamesta hjá úkraínska hernum frá því að stríðið hófst í febrúar. Úkraínskir hermenn frelsuðu nokkur þorp úr höndum Rússa meðfram ánni. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að þorp hefðu verið frelsuð í nokkrum héruðum. Sókn Úkraínumanna er sögð beinast að flutningsleiðum fyrir um 25.000 rússneska hermenn á vesturbakka Dnjepr. Í Luhansk segir rússneska leppstjórnin að úkraínskir hermenn hafi sótt fram nokkra kílómetra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þeir stefnu að bæjunum Kremenna og Svatove sem Rússar hafa á valdi sínu. Vita ekki fyllilega hvaða landsvæði verða innlimuð Rússar héldu áfram ólögmætri tilraun sinni til þess að innlima úkraínsku héruðin fjögur þegar Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti aðgerðina í dag. Efri deild þingsins gerir slíkt það sama á morgun. AP-fréttastofan segir að innlimanirnir séu keyrðar í gegn í svo miklum flýti að rússneskir embættismenn hafi átt erfitt með að ná utan um hvaða svæði stendur nákvæmlega til að innlima. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að Donetsk og Luhansk gangi í rússneska sambandsríkið með sömu héraðsmörk og giltu áður en átök brutust þar út árið 2014. Enn hafi ekki verið ákveðið hver landamæri Kherson og Saporisjía verða.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira