Átján mánuðir fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur Árni Sæberg skrifar 3. október 2022 19:42 Maðurinn flutti efnin inn dulbúin sem lögleg lyf. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur sem innihéldu virka efnið fúbrómazólam. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 13.986 stykkjum af töflum sem innihéldu flúbrómazólam, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin inn í ferðatösku sem hann hafði meðferðis sem farþegi með flugi frá Manchester á Englandi. Flúbrómazólam er skylt flokki lyfja sem kallast benzódíazepín sem hafa meðal annars róandi og kvíðastillandi verkun. Efnið er ekki á lyfjamarkaði og hefur lítið verið rannsakað. Það telst þó til ávana-og fíkniefna sem eru óheimil á íslensku forráðasvæði. Kom ekki að skipulagningu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi hvorki komið að fjármögnun né skipulagningu brotsins. Hann var því það sem er í daglegu tali kallað burðardýr. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til skýlausrar játningar hans, þess að hann hafi verið samvinnufús við rannsókn málsins og að hann hefði ekki hlotið refsingu hér á landi áður, til mildunar. Til þyngingar leit dómurinn hins vegar til umfangs og alvarleika brotsins hvað varðar magn og sérstaklega til þess að efnið var flutt inn í formi taflna í umbúðum sem ranglega báru þess merki að um löglegt lyf væri að ræða. Dómurinn taldi refsingu mannsins hæfilega ákveðna átján mánuði í fangelsi. Með vísan til alvarleika brotsins taldi dómurinn ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu hans en til frádráttar komi óslitið gæsluvarðhald hans í 82 daga. Þá var honum gert að greiða þóknun tveggja skipaðra verjanda sinna, alls 2,5 milljónir króna,útlagðan kostnað og aksturkostnað annars verjandans upp á tæplega 300 þúsund krónur og annan sakarkostnað upp á um 180 þúsund krónur. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 13.986 stykkjum af töflum sem innihéldu flúbrómazólam, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin inn í ferðatösku sem hann hafði meðferðis sem farþegi með flugi frá Manchester á Englandi. Flúbrómazólam er skylt flokki lyfja sem kallast benzódíazepín sem hafa meðal annars róandi og kvíðastillandi verkun. Efnið er ekki á lyfjamarkaði og hefur lítið verið rannsakað. Það telst þó til ávana-og fíkniefna sem eru óheimil á íslensku forráðasvæði. Kom ekki að skipulagningu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi hvorki komið að fjármögnun né skipulagningu brotsins. Hann var því það sem er í daglegu tali kallað burðardýr. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til skýlausrar játningar hans, þess að hann hafi verið samvinnufús við rannsókn málsins og að hann hefði ekki hlotið refsingu hér á landi áður, til mildunar. Til þyngingar leit dómurinn hins vegar til umfangs og alvarleika brotsins hvað varðar magn og sérstaklega til þess að efnið var flutt inn í formi taflna í umbúðum sem ranglega báru þess merki að um löglegt lyf væri að ræða. Dómurinn taldi refsingu mannsins hæfilega ákveðna átján mánuði í fangelsi. Með vísan til alvarleika brotsins taldi dómurinn ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu hans en til frádráttar komi óslitið gæsluvarðhald hans í 82 daga. Þá var honum gert að greiða þóknun tveggja skipaðra verjanda sinna, alls 2,5 milljónir króna,útlagðan kostnað og aksturkostnað annars verjandans upp á tæplega 300 þúsund krónur og annan sakarkostnað upp á um 180 þúsund krónur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira