Eignaskiptayfirlýsingar Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 3. október 2022 11:30 Húseigendafélaginu berast oft fyrirspurnir um gerð og efni eignaskiptayfirlýsinga í eldri húsum þar sem fyri hendi eru gamlir skiptasamamningar sem ekki eru alls kostar réttir né í fullu samræmi við gildandi reglur um eignaskiptayfirlýsingar. Er spurt hvort nauðsyn beri til og skylt að láta gera nýjar eignaskiptayfirlýsingar í slíkum tilvikum. Einnig er spurt um þörf á nýjum eða breyttum eignskiptayfirlýsingum vegna viðbygginga og breytinga á húsi eða einstökum eignarhlutum. Sömuleiðis þegar um er að ræða breytingar vegna yfirfæslu milli eigenda á húsrými, bílskúr, bílastæði eða lóðarhluta. Lagaskylda Samkvæmt lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 ber að gera eignaskiptayfirlýsingar fyrir öll fjöleignarhús enda liggi ekki fyrir fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Jafnframt eru fyrirmæli í reglugerð nr. 910/2000 um eignaskiptayfirlýsingar o.fl. Fjöleignarhús eru öll hús sem hafa að geyma 2 eða fleiri eignarhluta í eigu fleiri en eins og geta verið íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, blandað húsnæði og raðhús og annars konar sambyggð hús. Um er að ræða skriflega gerninga sem gerðir er á grundvelli laga um fjöleignarhús og geyma lýsingu á húsi og lóð, mæla fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarða hlutdeild eigenda í sameign. Grundvallargerningur Þannig marka eignaskiptayfirlýsingar grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar. Eignaskiptayfirlýsing er fortaklaus skylda samkvæmt fjöleignarhúsalögunum og enginn eigandi getur skorast undan gerð þeirra. Séu gerðar breytingar á fjöleignarhúsi eða innbyrðis eignatilfærslur sem breyta eða raska eignaskiptayfirlýsingu og eignarhlutföllum skulu eigendur án ástæðulauss dráttar gera nýja eignaskiptayfirlýsingu og láta þinglýsa henni. Starfsleyfi. Þinglýsing Þeir einir mega taka að sér gerð eignaskiptayfirlýsinga sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi félagsmálaráðherra. Það er skilyrði fyrir þinglýsingu eignayfirfærslu í eignarhluta í fjöleignarhúsum að til sé þinglýst eignaskiptayfirlýsing í samræmi við ákvæði laga og eignayfirfærslan sé í samræmi við hana. Breytar forsendur Hafi forsendur breyst eða raskast vegna breytinga á fjöleignarhúsi eða eignarhaldi, skulu eigendur láta gera nauðsynlegar breytingar eða leiðréttingar á eignaskiptayfirlýsingu og þinglýsa þeim. Sé um verulegar breytingar að tefla skal ger nýja eignaskiptayfirlýsingu. Eldri yfirlýsingar og samningar Mat á því hvort eldri fyrirliggjandi skiptagerningar séu fullnægjandi og hvort þörf sé á nýrri eignaskiptayfirlýsingu skal byggt á hagsmunum, þörfum og forsendum eigenda og eðli og tilgangi slíkra gerninga samkvæmt fjöleignarhúsalögum og þeim eignarréttarsjónarmiðum og lagaviðhorfum sem búa að baki þeim. Sé fyrir hendi þinglýstur skiptagerningur, sem tilgreinir a.m.k. séreignir og hlutfallstölur þeirra í sameign og ekki fer augljóslega í bága við ófrávíkjanleg ákvæði fjöleignarhúsalaga og eigendur vilja hafa áfram til grundvallar í skiptum sínum, er ekki þörf á að gera nýja eignaskiptayfirlýsingu meðan ekki kemur fram formleg krafa frá einhverjum eigenda þar að lútandi. Sem sagt ekki er þörf á að gera eignaskiptayfirlýsingu þegar skipting húss liggur ljós fyrir og ekkert sérstakt kallar á hana. Á það t.d. einkum við um minni og einfaldari gerð fjöleignarhúsa, svo sem parhús og ráðhús. Ákvörðun. Lögvarinn krafa Eigendur eiga óskoraðan rétt á að taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina og sameiginleg málefni sem snerta hana. Þetta á einnig við þegar tekin er ákvörðun um að láta gera nýja eignaskiptayfirlýsingu fyrir fjöleignarhúss. Taka verður ákvörðun á löglega boðuðum fundi og nægir samþykki einfalds meirihluta eigenda. Sé einhver eigendi ekki hafður með í ráðum getur hann krafist þess að vinna við hana sé stöðvuð og neitað að taka þátt í kostnaði við gerð hennar. Hins vegar verður að leggja á það áherslu að það er brýn lagaskylda að til staðar sé fullnægjandi eignaskiptayfirlýsing. Hver eigandi á sjálfstæðan rétt í því efni og getur að fullnægðum lagskilyrðum knúið á um nýja eignskiptayfirlýsingu í stað ófullnægjandi og rangrar og það jafnvel þótt meirihlutinn dragi lappirnar og vilji una áfram við þá gömlu og götóttu. Undirritun Eignaskiptayfirlýsing skal undirrituð af öllum eigendum ef í henni felst yfirfærsla á eignarrétti, sérstakar kvaðir, afsal réttinda eða sérstakar takmarkanir á eignarráðum. Hafi eignaskiptayfirlýsingin eingöngu að geyma samantekt, skráningu og skiptingu húss í samræmi við þinglýstar heimildir og uppdrætti og útreikning á hlutfallstölum í samræmi við gildandi reglur er ekki krafist samþykkis allra eigenda. Sé um að ræða hús þar sem eignarhlutar eru fleiri en sex nægir að eignaskiptayfirlýsing sé undirrituð af stjórn húsfélagsins en sé um að ræða hús með færri eignarhlutum nægir undirskrift einfalds meirihluta, annað hvort miðað við fjölda eða hlutfallstölur. Kostnaður Það er meginregla að kostnaður við gerð eignaskiptayfirlýsingar skiptist á eigendur eftir hlutfallstölum enda liggi fyrir lögleg ákvörðun á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Frá þessari meginreglu er rétt að víkja þegar nýrrar eða breyttrar eignaskiptayfirlýsingar er eingöngu eða aðallega þörf vegna breyttra forsendna sem varða einstaka eigendur en aðra ekki. Á það t.d. við um eignatilfærslur innan hússins og þegar byggt er við hús eða á lóð þess eða því breytt. Þegar svo stendur á er talið að sá sem á alla eða mestu hagsmunina eigi að bera kostnað eða kostnaðarauka í samræmi við það. Þessi undantekningarregla byggist á eðli máls og sanngirnissjónarmiðum, sbr. 46. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Neytendur Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Húseigendafélaginu berast oft fyrirspurnir um gerð og efni eignaskiptayfirlýsinga í eldri húsum þar sem fyri hendi eru gamlir skiptasamamningar sem ekki eru alls kostar réttir né í fullu samræmi við gildandi reglur um eignaskiptayfirlýsingar. Er spurt hvort nauðsyn beri til og skylt að láta gera nýjar eignaskiptayfirlýsingar í slíkum tilvikum. Einnig er spurt um þörf á nýjum eða breyttum eignskiptayfirlýsingum vegna viðbygginga og breytinga á húsi eða einstökum eignarhlutum. Sömuleiðis þegar um er að ræða breytingar vegna yfirfæslu milli eigenda á húsrými, bílskúr, bílastæði eða lóðarhluta. Lagaskylda Samkvæmt lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 ber að gera eignaskiptayfirlýsingar fyrir öll fjöleignarhús enda liggi ekki fyrir fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Jafnframt eru fyrirmæli í reglugerð nr. 910/2000 um eignaskiptayfirlýsingar o.fl. Fjöleignarhús eru öll hús sem hafa að geyma 2 eða fleiri eignarhluta í eigu fleiri en eins og geta verið íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, blandað húsnæði og raðhús og annars konar sambyggð hús. Um er að ræða skriflega gerninga sem gerðir er á grundvelli laga um fjöleignarhús og geyma lýsingu á húsi og lóð, mæla fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarða hlutdeild eigenda í sameign. Grundvallargerningur Þannig marka eignaskiptayfirlýsingar grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar. Eignaskiptayfirlýsing er fortaklaus skylda samkvæmt fjöleignarhúsalögunum og enginn eigandi getur skorast undan gerð þeirra. Séu gerðar breytingar á fjöleignarhúsi eða innbyrðis eignatilfærslur sem breyta eða raska eignaskiptayfirlýsingu og eignarhlutföllum skulu eigendur án ástæðulauss dráttar gera nýja eignaskiptayfirlýsingu og láta þinglýsa henni. Starfsleyfi. Þinglýsing Þeir einir mega taka að sér gerð eignaskiptayfirlýsinga sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi félagsmálaráðherra. Það er skilyrði fyrir þinglýsingu eignayfirfærslu í eignarhluta í fjöleignarhúsum að til sé þinglýst eignaskiptayfirlýsing í samræmi við ákvæði laga og eignayfirfærslan sé í samræmi við hana. Breytar forsendur Hafi forsendur breyst eða raskast vegna breytinga á fjöleignarhúsi eða eignarhaldi, skulu eigendur láta gera nauðsynlegar breytingar eða leiðréttingar á eignaskiptayfirlýsingu og þinglýsa þeim. Sé um verulegar breytingar að tefla skal ger nýja eignaskiptayfirlýsingu. Eldri yfirlýsingar og samningar Mat á því hvort eldri fyrirliggjandi skiptagerningar séu fullnægjandi og hvort þörf sé á nýrri eignaskiptayfirlýsingu skal byggt á hagsmunum, þörfum og forsendum eigenda og eðli og tilgangi slíkra gerninga samkvæmt fjöleignarhúsalögum og þeim eignarréttarsjónarmiðum og lagaviðhorfum sem búa að baki þeim. Sé fyrir hendi þinglýstur skiptagerningur, sem tilgreinir a.m.k. séreignir og hlutfallstölur þeirra í sameign og ekki fer augljóslega í bága við ófrávíkjanleg ákvæði fjöleignarhúsalaga og eigendur vilja hafa áfram til grundvallar í skiptum sínum, er ekki þörf á að gera nýja eignaskiptayfirlýsingu meðan ekki kemur fram formleg krafa frá einhverjum eigenda þar að lútandi. Sem sagt ekki er þörf á að gera eignaskiptayfirlýsingu þegar skipting húss liggur ljós fyrir og ekkert sérstakt kallar á hana. Á það t.d. einkum við um minni og einfaldari gerð fjöleignarhúsa, svo sem parhús og ráðhús. Ákvörðun. Lögvarinn krafa Eigendur eiga óskoraðan rétt á að taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina og sameiginleg málefni sem snerta hana. Þetta á einnig við þegar tekin er ákvörðun um að láta gera nýja eignaskiptayfirlýsingu fyrir fjöleignarhúss. Taka verður ákvörðun á löglega boðuðum fundi og nægir samþykki einfalds meirihluta eigenda. Sé einhver eigendi ekki hafður með í ráðum getur hann krafist þess að vinna við hana sé stöðvuð og neitað að taka þátt í kostnaði við gerð hennar. Hins vegar verður að leggja á það áherslu að það er brýn lagaskylda að til staðar sé fullnægjandi eignaskiptayfirlýsing. Hver eigandi á sjálfstæðan rétt í því efni og getur að fullnægðum lagskilyrðum knúið á um nýja eignskiptayfirlýsingu í stað ófullnægjandi og rangrar og það jafnvel þótt meirihlutinn dragi lappirnar og vilji una áfram við þá gömlu og götóttu. Undirritun Eignaskiptayfirlýsing skal undirrituð af öllum eigendum ef í henni felst yfirfærsla á eignarrétti, sérstakar kvaðir, afsal réttinda eða sérstakar takmarkanir á eignarráðum. Hafi eignaskiptayfirlýsingin eingöngu að geyma samantekt, skráningu og skiptingu húss í samræmi við þinglýstar heimildir og uppdrætti og útreikning á hlutfallstölum í samræmi við gildandi reglur er ekki krafist samþykkis allra eigenda. Sé um að ræða hús þar sem eignarhlutar eru fleiri en sex nægir að eignaskiptayfirlýsing sé undirrituð af stjórn húsfélagsins en sé um að ræða hús með færri eignarhlutum nægir undirskrift einfalds meirihluta, annað hvort miðað við fjölda eða hlutfallstölur. Kostnaður Það er meginregla að kostnaður við gerð eignaskiptayfirlýsingar skiptist á eigendur eftir hlutfallstölum enda liggi fyrir lögleg ákvörðun á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Frá þessari meginreglu er rétt að víkja þegar nýrrar eða breyttrar eignaskiptayfirlýsingar er eingöngu eða aðallega þörf vegna breyttra forsendna sem varða einstaka eigendur en aðra ekki. Á það t.d. við um eignatilfærslur innan hússins og þegar byggt er við hús eða á lóð þess eða því breytt. Þegar svo stendur á er talið að sá sem á alla eða mestu hagsmunina eigi að bera kostnað eða kostnaðarauka í samræmi við það. Þessi undantekningarregla byggist á eðli máls og sanngirnissjónarmiðum, sbr. 46. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun