Vindgnauð Orri Páll Jóhannsson skrifar 3. október 2022 11:02 Í mars sl. skilaði starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið og tilgangur skýrslunnar var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga um lykilþætti á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning. Það var ekki verkefni starfshópsins að taka afstöðu til tillagna, álitaefna, sviðsmynda eða tiltekinna orkuskiptaaðgerða heldur draga saman stöðuna eins og hún er. Ég er einn þeirra sem batt vonir við að stöðuskýrslan myndi skýra málin frekar og hjálpa okkur að komast lengra í átt að þeim mikilvæga áfanga að átta okkur á hver raunveruleg orkuþörf okkar væri m.t.t. loftslagsmarkmiða. Eins og skýrslan ber með sér þá reyndust einungis tiltækar sex sviðsmyndir um orkuþörf landsins þó vissulega séu í umæðunni fleiri hugmyndir um hvernig mæta megi væntri orkuþörf til orkuskipta, t.d. sú að forgangsraða þegar framleiddri orku með öðrum hætti. Og sú sviðsmynd skýrslunnar sem gengur lengst gerir ráð fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu Íslands; 124% aukningu fram til ársins 2040. Eðli málsins samkvæmt mætti þessi framsetning töluverðri og réttmætri gagnrýni, svo ekki sé meira sagt. Í ríkisstjórnarsáttmála segir að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera. Nú les maður og heyrir úr fjölmiðlum að formaður téðs starfshóps um stöðuskýrslu gangi erinda fjögurra fyrirtækja sem hafa uppi stórtæk vindorkuáform á Vesturlandi undir heitinu Vestanáttin og tali fyrir þeirri sviðsmynd úr stöðuskýrslunni sem gengur freklegast fram eins og hún sé hinn eini rétti sannleikur. Skiljanlega veldur þessi framganga úlfúð. Það getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist eðlilegt að formaður starfshóps sem falið var að draga saman efni um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni umfram aðrar, þá sem kallar á mesta orkuöflun, eins og ekkert annað komi til greina í umræðunni. Það liggur engan veginn fyrir og hefur hvergi verið tekin stefnumarkandi ákvörðun um það að hér þurfi að ríflega tvöfalda raforkuframleiðslu fyrir árið 2040. Það er ekki úr lausu lofti gripið að lögð er áhersla á það í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Það að formaður starfshóps stjórnvalda tali fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu hérlendis með því að reisa vindmyllur í stórum stíl er ekki til þess fallið að vinna að breiðri sátt í samfélögum sem um ræðir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Alþingi Orkumál Vindorka Orri Páll Jóhannsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármál framhaldsskóla Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Sjá meira
Í mars sl. skilaði starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið og tilgangur skýrslunnar var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga um lykilþætti á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning. Það var ekki verkefni starfshópsins að taka afstöðu til tillagna, álitaefna, sviðsmynda eða tiltekinna orkuskiptaaðgerða heldur draga saman stöðuna eins og hún er. Ég er einn þeirra sem batt vonir við að stöðuskýrslan myndi skýra málin frekar og hjálpa okkur að komast lengra í átt að þeim mikilvæga áfanga að átta okkur á hver raunveruleg orkuþörf okkar væri m.t.t. loftslagsmarkmiða. Eins og skýrslan ber með sér þá reyndust einungis tiltækar sex sviðsmyndir um orkuþörf landsins þó vissulega séu í umæðunni fleiri hugmyndir um hvernig mæta megi væntri orkuþörf til orkuskipta, t.d. sú að forgangsraða þegar framleiddri orku með öðrum hætti. Og sú sviðsmynd skýrslunnar sem gengur lengst gerir ráð fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu Íslands; 124% aukningu fram til ársins 2040. Eðli málsins samkvæmt mætti þessi framsetning töluverðri og réttmætri gagnrýni, svo ekki sé meira sagt. Í ríkisstjórnarsáttmála segir að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera. Nú les maður og heyrir úr fjölmiðlum að formaður téðs starfshóps um stöðuskýrslu gangi erinda fjögurra fyrirtækja sem hafa uppi stórtæk vindorkuáform á Vesturlandi undir heitinu Vestanáttin og tali fyrir þeirri sviðsmynd úr stöðuskýrslunni sem gengur freklegast fram eins og hún sé hinn eini rétti sannleikur. Skiljanlega veldur þessi framganga úlfúð. Það getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist eðlilegt að formaður starfshóps sem falið var að draga saman efni um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni umfram aðrar, þá sem kallar á mesta orkuöflun, eins og ekkert annað komi til greina í umræðunni. Það liggur engan veginn fyrir og hefur hvergi verið tekin stefnumarkandi ákvörðun um það að hér þurfi að ríflega tvöfalda raforkuframleiðslu fyrir árið 2040. Það er ekki úr lausu lofti gripið að lögð er áhersla á það í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Það að formaður starfshóps stjórnvalda tali fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu hérlendis með því að reisa vindmyllur í stórum stíl er ekki til þess fallið að vinna að breiðri sátt í samfélögum sem um ræðir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun