Konungurinn heldur sig heima eftir ráðleggingar forsætisráðherrans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 16:28 Konungurin verður ekki á ráðstefnunni líkt og til stóð. Getty/Chris Jackson Karl Bretlandskonungur mun ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, sem fram fer í Egyptalandi í næsta mánuði. Ástæðan er sú að forsætisráðherra Bretlands ráðlagði honum að fara ekki. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum Buckingham-hallar að Liz Truss forsætisráðherra og konungurinn hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi ekki sækja ráðstefnuna. Áður hafði staðið til að konungurinn yrði viðstaddur og myndi halda þar ræðu. Ástæða þess að talsmenn konungsins töldu sig þurfa að greina frá þessu er frétt í Sunday Times, þar sem sagt var að Truss hefði hreinlega skipað konunginum að halda sig heima. „Í mesta vinskap og virðingu var komist að samkomulagi um að konungurinn myndi ekki sækja ráðstefnuna,“ segir í yfirlýsingunni en þar kemur fram að konungurinn hafi sérstaklega óskað eftir ráðleggingum Truss um hvort hann ætti að fara eða ekki. Þó virðast ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðuna. Til marks um það má nefna þingmann breska íhaldsflokksin, Tobias Ellwood, sem sagðist í færslu á Twitter vona að „almenn skynsemi myndi hafa yfirhöndina,“ og að konunginum yrði leyft að fara til Egyptalands. I hope common sense will prevail.King Charles is a globally respected voice on the environment and climate change. His attendance would add serious authority to the British delegation.Can we really go from hosting COP26 to benching soft power at COP27? pic.twitter.com/Zq8nEFn7k1— Tobias Ellwood MP (@Tobias_Ellwood) October 1, 2022 Hann sagði jafnframt að konungurinn væri maður sem tekið væri mark á í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar og sagði komu hans á ráðstefnuna geta ljáð bresku sendinefndinni aukna vigt. Kóngafólk Bretland Loftslagsmál Egyptaland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Karl III Bretakonungur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum Buckingham-hallar að Liz Truss forsætisráðherra og konungurinn hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi ekki sækja ráðstefnuna. Áður hafði staðið til að konungurinn yrði viðstaddur og myndi halda þar ræðu. Ástæða þess að talsmenn konungsins töldu sig þurfa að greina frá þessu er frétt í Sunday Times, þar sem sagt var að Truss hefði hreinlega skipað konunginum að halda sig heima. „Í mesta vinskap og virðingu var komist að samkomulagi um að konungurinn myndi ekki sækja ráðstefnuna,“ segir í yfirlýsingunni en þar kemur fram að konungurinn hafi sérstaklega óskað eftir ráðleggingum Truss um hvort hann ætti að fara eða ekki. Þó virðast ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðuna. Til marks um það má nefna þingmann breska íhaldsflokksin, Tobias Ellwood, sem sagðist í færslu á Twitter vona að „almenn skynsemi myndi hafa yfirhöndina,“ og að konunginum yrði leyft að fara til Egyptalands. I hope common sense will prevail.King Charles is a globally respected voice on the environment and climate change. His attendance would add serious authority to the British delegation.Can we really go from hosting COP26 to benching soft power at COP27? pic.twitter.com/Zq8nEFn7k1— Tobias Ellwood MP (@Tobias_Ellwood) October 1, 2022 Hann sagði jafnframt að konungurinn væri maður sem tekið væri mark á í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar og sagði komu hans á ráðstefnuna geta ljáð bresku sendinefndinni aukna vigt.
Kóngafólk Bretland Loftslagsmál Egyptaland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Karl III Bretakonungur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira