Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 10:10 Hér má sjá skjáskot úr kvikmyndinni Grimmd, sem var næstaðsóknarmesta kvikmynd ársins 2016. Þar er reiknað með tuttugu þúsund miðum sem félag föður leikstjórans keypti. Vísir Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Forsaga málsins er sú að árið 2016 undirrituðu þeir Anton Ingi og Ragnar Þór Jónsson samkomulag þess efnis að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. sem ætti jafnframt allan höfundarrétt að kvikmyndinni Grimmd. Síðar gaf Anton Ingi út yfirlýsingu þess efnis, fyrir hönd Virgo 2, að greiðslur frá Senu, dreifingaraðila grimmdar, skyldu berast á annan reikning í eigu félags Antons Inga, Virgo films. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Ákærður fyrir að draga sér um 27 milljónir króna Í dag greinir DV svo frá því að Anton Ingi hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti í tengslum við Grimmd. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér, í gegnum Virgo films, um 27 milljónir króna. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. 18,5 milljónir frá Senu Antoni Inga er gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá er Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning. Bíó og sjónvarp Dómsmál Efnahagsbrot Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2016 undirrituðu þeir Anton Ingi og Ragnar Þór Jónsson samkomulag þess efnis að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. sem ætti jafnframt allan höfundarrétt að kvikmyndinni Grimmd. Síðar gaf Anton Ingi út yfirlýsingu þess efnis, fyrir hönd Virgo 2, að greiðslur frá Senu, dreifingaraðila grimmdar, skyldu berast á annan reikning í eigu félags Antons Inga, Virgo films. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Ákærður fyrir að draga sér um 27 milljónir króna Í dag greinir DV svo frá því að Anton Ingi hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti í tengslum við Grimmd. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér, í gegnum Virgo films, um 27 milljónir króna. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. 18,5 milljónir frá Senu Antoni Inga er gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá er Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Efnahagsbrot Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16