Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 10:10 Hér má sjá skjáskot úr kvikmyndinni Grimmd, sem var næstaðsóknarmesta kvikmynd ársins 2016. Þar er reiknað með tuttugu þúsund miðum sem félag föður leikstjórans keypti. Vísir Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Forsaga málsins er sú að árið 2016 undirrituðu þeir Anton Ingi og Ragnar Þór Jónsson samkomulag þess efnis að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. sem ætti jafnframt allan höfundarrétt að kvikmyndinni Grimmd. Síðar gaf Anton Ingi út yfirlýsingu þess efnis, fyrir hönd Virgo 2, að greiðslur frá Senu, dreifingaraðila grimmdar, skyldu berast á annan reikning í eigu félags Antons Inga, Virgo films. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Ákærður fyrir að draga sér um 27 milljónir króna Í dag greinir DV svo frá því að Anton Ingi hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti í tengslum við Grimmd. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér, í gegnum Virgo films, um 27 milljónir króna. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. 18,5 milljónir frá Senu Antoni Inga er gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá er Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning. Bíó og sjónvarp Dómsmál Efnahagsbrot Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2016 undirrituðu þeir Anton Ingi og Ragnar Þór Jónsson samkomulag þess efnis að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. sem ætti jafnframt allan höfundarrétt að kvikmyndinni Grimmd. Síðar gaf Anton Ingi út yfirlýsingu þess efnis, fyrir hönd Virgo 2, að greiðslur frá Senu, dreifingaraðila grimmdar, skyldu berast á annan reikning í eigu félags Antons Inga, Virgo films. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Ákærður fyrir að draga sér um 27 milljónir króna Í dag greinir DV svo frá því að Anton Ingi hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti í tengslum við Grimmd. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér, í gegnum Virgo films, um 27 milljónir króna. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. 18,5 milljónir frá Senu Antoni Inga er gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá er Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Efnahagsbrot Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16