Ráðist á fjölskylduföður á meðan hann keypti mat Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 08:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Um klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á veitingastað í Breiðholti. Þar hafði fjölskyldufaðir ætlað að kaupa mat handa sér og fjölskyldu sinni þegar maður í annarlegu ástandi réðst að honum án nokkurs tilefnis. Í dagbók lögreglu segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekkert hafi verið skráð um áverka á fjölskylduföðurnum. Í dagbókinni segir einnig að fjölmennasta árshátíð lögreglu sem haldin hefur verið hafi farið vel fram í gærkvöldi og verið hin besta skemmtun. Athygli vekur að dagbókarfærsla dagsins er rituð óvenjuseint, hvort það tengist gleðskap gærkvöldsins skal ósagt látið. Nóg um að vera fyrir þau á vaktinni Þeir lögregluþjónar sem ekki komust á árshátíðina vegna vinnu höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um umferðarslys og akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þar ber hæst sextán ára ökumaður sem handtekinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eðli málsins samkvæmt var hann einnig próflaus enda ekki kominn með aldur til að taka bílpróf. Erilsamt í miðbænum Svo virðist sem ekki hafi allir skemmt sér fallega í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás þar sem þolandi kvartaði vegna verks í höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Árásarmenn voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Á sjötta tímanum í nótt var maður fluttur á bráðamóttöku með áverka í andliti eftir ítrekuð höfuðhögg. Árásarmaður var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var tvennt handtekið vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt. Annars vegar karlmaður sem ítrekað veittist að dyravörðum og truflaði störf þeirra. Hann var látinn laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Hins vegar kona sem veittist að dyravörðum veitingastaðar og sparkaði í lögreglubifreið. Hún var sömuleiði látin laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekkert hafi verið skráð um áverka á fjölskylduföðurnum. Í dagbókinni segir einnig að fjölmennasta árshátíð lögreglu sem haldin hefur verið hafi farið vel fram í gærkvöldi og verið hin besta skemmtun. Athygli vekur að dagbókarfærsla dagsins er rituð óvenjuseint, hvort það tengist gleðskap gærkvöldsins skal ósagt látið. Nóg um að vera fyrir þau á vaktinni Þeir lögregluþjónar sem ekki komust á árshátíðina vegna vinnu höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um umferðarslys og akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þar ber hæst sextán ára ökumaður sem handtekinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eðli málsins samkvæmt var hann einnig próflaus enda ekki kominn með aldur til að taka bílpróf. Erilsamt í miðbænum Svo virðist sem ekki hafi allir skemmt sér fallega í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás þar sem þolandi kvartaði vegna verks í höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Árásarmenn voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Á sjötta tímanum í nótt var maður fluttur á bráðamóttöku með áverka í andliti eftir ítrekuð höfuðhögg. Árásarmaður var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var tvennt handtekið vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt. Annars vegar karlmaður sem ítrekað veittist að dyravörðum og truflaði störf þeirra. Hann var látinn laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Hins vegar kona sem veittist að dyravörðum veitingastaðar og sparkaði í lögreglubifreið. Hún var sömuleiði látin laus að loknum viðræðum á lögreglustöð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira