Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2022 11:24 Hér sést hluti af bílalestinni sem Rússar skutu eldflaugum að í dag og felldu að minnsta kosti tuttugu og þrjá. AP/Viacheslav Tverdokhlib Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. Rússneskir þingmenn og leiðtogar leppstjórna Rússa í Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia og Kherson héruðum Úkraínu verða viðstaddur athöfnina í Kreml. Í kvöld verða síðan tónleikar í nágrenni við Rauða torgið í Moskvu til að halda upp á þessa ólöglegu innlimun eftir sýndar kosningar í vikunni. Fregnir eru um að fólki hafi verið greitt fyrir að mæta á tónleikana. Fólkið í bílalestinni ætlaði að sækja ættingja sína í hertekna hluta Zaporizhzhia og færa fólki þar vistir. Hér liggur kona sem var ein þeirra sem féllu í eldflaugaárás Rússa.AP/Viacheslav Tverdokhlib Rússar halda enn uppi árásum víðs vegar í þessum héruðum enda hafa þeir ekki lagt þau að fullu undir sig að frátöldu Luhansk. Tuttugu og þrír féllu og tæplega þrjátíu særðust þegar Rússar skutu fjórum eldflaugum á bílalest óbreyttra borgara í Zaporizhzhia sem ætluðu að koma vistum til ættingja á yfirráðasvæði Rússa. Þá særðust níu manns íeldflaugaárás á íbúðarhús í borginni Mykolaiv. Þúsundir ungra Rússa kveðja nú ástvini sína til að fara á blóðvöllinn í Úkraínu. Zelenskyy forseti Úkraínu hvetur rússneskan almenning til að rísa upp gegn Putin fyrir að senda þá í opinn dauðann.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir tilraunir Rússa til innlimunar á úkraísnku landi aðeins þýða eitt, gífurlega eyðileggingu á öllum grunnstoðum mannlegs lífs. Skoraði hann á rússneskan almenning og hermenn að rísa upp gegn Putin sem tæki stríð fram yfir líf þegna sinna með því að senda þá í opinn dauðann í Úkraínu. „Fimmtíu og átta þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn hafa fallið í Úkraínu. Þeir komu til að drepa okkur en dóu sjálfir. Rússnesk yfirvöld halda þessum fjölda leyndum fyrir ykkur og ljúga því að sex þúsund hafi fallið," sagði Zelenskky. Joe Biden fordæmir innlimun Rússa á fjórum héuðum í Úkraínu segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan ólöglega gjörning eftir sýndarkosningar.AP/Susan Walsh Ólögleg innlimun Rússa hefur verið fordæmd víða um heim. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði hina svo kölluðu atkvæðagreiðslu úbúa héraðanna fjögurra hafa verið algera sýndarmennsku og úrslitin fyrir fram tilbúin. „Ég vil að það sé alveg á hreinu að Bandaríkin munu aldrei nokkru sinni viðurkenna kröfu Rússa til landsvæða sem tilheyra fullvalda Úkraínu. Þessar kosningar voru alger sýndargjörningur," sagði Joe Biden. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00 Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. 28. september 2022 14:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Rússneskir þingmenn og leiðtogar leppstjórna Rússa í Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia og Kherson héruðum Úkraínu verða viðstaddur athöfnina í Kreml. Í kvöld verða síðan tónleikar í nágrenni við Rauða torgið í Moskvu til að halda upp á þessa ólöglegu innlimun eftir sýndar kosningar í vikunni. Fregnir eru um að fólki hafi verið greitt fyrir að mæta á tónleikana. Fólkið í bílalestinni ætlaði að sækja ættingja sína í hertekna hluta Zaporizhzhia og færa fólki þar vistir. Hér liggur kona sem var ein þeirra sem féllu í eldflaugaárás Rússa.AP/Viacheslav Tverdokhlib Rússar halda enn uppi árásum víðs vegar í þessum héruðum enda hafa þeir ekki lagt þau að fullu undir sig að frátöldu Luhansk. Tuttugu og þrír féllu og tæplega þrjátíu særðust þegar Rússar skutu fjórum eldflaugum á bílalest óbreyttra borgara í Zaporizhzhia sem ætluðu að koma vistum til ættingja á yfirráðasvæði Rússa. Þá særðust níu manns íeldflaugaárás á íbúðarhús í borginni Mykolaiv. Þúsundir ungra Rússa kveðja nú ástvini sína til að fara á blóðvöllinn í Úkraínu. Zelenskyy forseti Úkraínu hvetur rússneskan almenning til að rísa upp gegn Putin fyrir að senda þá í opinn dauðann.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir tilraunir Rússa til innlimunar á úkraísnku landi aðeins þýða eitt, gífurlega eyðileggingu á öllum grunnstoðum mannlegs lífs. Skoraði hann á rússneskan almenning og hermenn að rísa upp gegn Putin sem tæki stríð fram yfir líf þegna sinna með því að senda þá í opinn dauðann í Úkraínu. „Fimmtíu og átta þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn hafa fallið í Úkraínu. Þeir komu til að drepa okkur en dóu sjálfir. Rússnesk yfirvöld halda þessum fjölda leyndum fyrir ykkur og ljúga því að sex þúsund hafi fallið," sagði Zelenskky. Joe Biden fordæmir innlimun Rússa á fjórum héuðum í Úkraínu segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan ólöglega gjörning eftir sýndarkosningar.AP/Susan Walsh Ólögleg innlimun Rússa hefur verið fordæmd víða um heim. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði hina svo kölluðu atkvæðagreiðslu úbúa héraðanna fjögurra hafa verið algera sýndarmennsku og úrslitin fyrir fram tilbúin. „Ég vil að það sé alveg á hreinu að Bandaríkin munu aldrei nokkru sinni viðurkenna kröfu Rússa til landsvæða sem tilheyra fullvalda Úkraínu. Þessar kosningar voru alger sýndargjörningur," sagði Joe Biden.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00 Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. 28. september 2022 14:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00
Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. 28. september 2022 14:46