Afbrotavarnir gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkum Brynjar Níelsson skrifar 29. september 2022 15:01 Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar