Í kjölfar #metoo Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 29. september 2022 10:30 Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir MeToo Kynferðisofbeldi Vinstri græn Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar