Enginn blaðamannafundur í dag vegna meintrar hryðjuverkaógnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2022 10:57 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra stýrði blaðamannafundi embættisins vegna málsins í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af blaðamannafundi ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna rannsóknar þar sem grunur leikur á um skipulagningu hryðjuverka. Stefnt var að því að halda fundinn í dag en nú sé unnið út frá því að fundurinn verði á morgun samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Tveir karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhald yfir öðrum þeirra rennur út á morgun og óvíst hvort lögregla fari fram á áframhaldandi varðhald yfir manninum. Það var á fimmtudaginn í síðustu viku sem að lögreglan boðaði til blaðamannafundar til að greina frá málinu. Deginum áður hafði hún handtekið fjóra karlmenn eftir umfangsmiklar aðgerðir. Húsleitir voru þá gerðar á níu stöðum og voru mennirnir handteknir annars vegar í iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ og hins vegar Kópavogi. Hald var lagt á tugi skotvopna og þrívíddar prentara sem notaðir eru til að framleið vopn. Gunur leikur á að mennirnir hafi verið að framleiða vopn og haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald annar í viku en hinn í tvær vikur. Málið vakti nokkurn óhug og þá er mörgum spurningum enn ósvarað um áform mannanna. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um gang rannsóknarinnar síðan á blaðamannafundinum en boðað frekari upplýsingagjöf á reglulegum blaðamannafundum. Búist var við því að blaðamannafundur yrði haldinn í dag en svo verður ekki. Unnið er út frá því að fundurinn verði á morgun. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. 26. september 2022 14:23 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhald yfir öðrum þeirra rennur út á morgun og óvíst hvort lögregla fari fram á áframhaldandi varðhald yfir manninum. Það var á fimmtudaginn í síðustu viku sem að lögreglan boðaði til blaðamannafundar til að greina frá málinu. Deginum áður hafði hún handtekið fjóra karlmenn eftir umfangsmiklar aðgerðir. Húsleitir voru þá gerðar á níu stöðum og voru mennirnir handteknir annars vegar í iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ og hins vegar Kópavogi. Hald var lagt á tugi skotvopna og þrívíddar prentara sem notaðir eru til að framleið vopn. Gunur leikur á að mennirnir hafi verið að framleiða vopn og haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald annar í viku en hinn í tvær vikur. Málið vakti nokkurn óhug og þá er mörgum spurningum enn ósvarað um áform mannanna. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um gang rannsóknarinnar síðan á blaðamannafundinum en boðað frekari upplýsingagjöf á reglulegum blaðamannafundum. Búist var við því að blaðamannafundur yrði haldinn í dag en svo verður ekki. Unnið er út frá því að fundurinn verði á morgun. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. 26. september 2022 14:23 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06
Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. 26. september 2022 14:23