Enginn blaðamannafundur í dag vegna meintrar hryðjuverkaógnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2022 10:57 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra stýrði blaðamannafundi embættisins vegna málsins í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af blaðamannafundi ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna rannsóknar þar sem grunur leikur á um skipulagningu hryðjuverka. Stefnt var að því að halda fundinn í dag en nú sé unnið út frá því að fundurinn verði á morgun samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Tveir karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhald yfir öðrum þeirra rennur út á morgun og óvíst hvort lögregla fari fram á áframhaldandi varðhald yfir manninum. Það var á fimmtudaginn í síðustu viku sem að lögreglan boðaði til blaðamannafundar til að greina frá málinu. Deginum áður hafði hún handtekið fjóra karlmenn eftir umfangsmiklar aðgerðir. Húsleitir voru þá gerðar á níu stöðum og voru mennirnir handteknir annars vegar í iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ og hins vegar Kópavogi. Hald var lagt á tugi skotvopna og þrívíddar prentara sem notaðir eru til að framleið vopn. Gunur leikur á að mennirnir hafi verið að framleiða vopn og haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald annar í viku en hinn í tvær vikur. Málið vakti nokkurn óhug og þá er mörgum spurningum enn ósvarað um áform mannanna. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um gang rannsóknarinnar síðan á blaðamannafundinum en boðað frekari upplýsingagjöf á reglulegum blaðamannafundum. Búist var við því að blaðamannafundur yrði haldinn í dag en svo verður ekki. Unnið er út frá því að fundurinn verði á morgun. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. 26. september 2022 14:23 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhald yfir öðrum þeirra rennur út á morgun og óvíst hvort lögregla fari fram á áframhaldandi varðhald yfir manninum. Það var á fimmtudaginn í síðustu viku sem að lögreglan boðaði til blaðamannafundar til að greina frá málinu. Deginum áður hafði hún handtekið fjóra karlmenn eftir umfangsmiklar aðgerðir. Húsleitir voru þá gerðar á níu stöðum og voru mennirnir handteknir annars vegar í iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ og hins vegar Kópavogi. Hald var lagt á tugi skotvopna og þrívíddar prentara sem notaðir eru til að framleið vopn. Gunur leikur á að mennirnir hafi verið að framleiða vopn og haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald annar í viku en hinn í tvær vikur. Málið vakti nokkurn óhug og þá er mörgum spurningum enn ósvarað um áform mannanna. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um gang rannsóknarinnar síðan á blaðamannafundinum en boðað frekari upplýsingagjöf á reglulegum blaðamannafundum. Búist var við því að blaðamannafundur yrði haldinn í dag en svo verður ekki. Unnið er út frá því að fundurinn verði á morgun. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. 26. september 2022 14:23 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06
Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. 26. september 2022 14:23