Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. september 2022 19:31 Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15
Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01
Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44