Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 19:30 Arnar er hættur hjá KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira