Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 19:30 Arnar er hættur hjá KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira