Málið óvenjulegt miðað við hryðjuverkamál á Vesturlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2022 21:20 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að það sem fram hafi komið um málið í fréttum stemmi ekki við hryðjuverk í Vestur-Evrópu. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir koma sér verulega á óvart að mál hafi komið upp hér á landi þar sem grunur er um að menn hafi verið að undirbúa hryðjuverk. Þá séu allar upplýsingar sem hafi komið fram mjög óvenjulegar og ekki í takt við sambærileg mál á Vesturlöndum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira