„Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 22:01 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur segist brugðið eftir fréttir af því að lögreglan hafi lagt hald á mikið magn vopna og byssuskota í gær og mögulega komið í veg fyrir hryðjuverkaárás. Enn sé þó tiltölulega lítið vitað um málið og best sé að halda ró sinni. Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34
Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32