Rölt um „ómanneskjulega hönnun“ nýja Orkuhússins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. september 2022 21:00 Urðarhvarf 8 er húsið sem um ræðir. Strætó stoppar hér rétt fyrir utan en það þarf að ganga hringinn í kring um húsið til að komast að inngangi þess. „Hönnunarslys“, jafnvel „ómanneskjuleg hönnun“ segja bíllausir um nýja Orkuhúsið í Urðarhvarfi. Þeir kvarta yfir hörmulegu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Andri Snær Magnason rithöfundur vakti máls á þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Í stuttu spjalli við fréttastofu í dag spyr Andri sig hver í ósköpunum hafi hannað svæðið því sá hljóti að hata lappir. Hann talar einfaldlega um ómanneskjulega hönnun á svæðinu. Það er ekki gert ráð fyrir aðkomu gangandi fólks að Orkuhúsinu við Urðarhvarf. Einhver hannaði þetta, samþykkti, fjárfesti. Einhver líklega á miðjum aldri sem gæti átt eftir 20 ár af svona skemmdarverkum. pic.twitter.com/yoIM2o0Ep4— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) September 21, 2022 Hvergi er gangstéttir að finna í kring um húsið. Til að komast að því þarf annað hvort að ganga yfir stórt bílastæði eða fara í gegn um stærðarinnar bílastæðahús. Í húsinu eru Domus barnalæknar og röntgendeild Orkuhússins. Í tilefni að bíllausa deginum, sem er haldinn í dag, skelltum við okkur í Strætó upp í Orkuhúsið til að hitta þar ritara Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan en þar kallar ritari samtakanna eftir því að verslanir og fyrirtæki fari að hugsa betur um þá sem ekki eiga bíl. Það er um fjórðungur Íslendinga sem ekki fer flestar ferðir sínar á einkabíl. Við eigum líka pening og jafnvel meiri pening en þeir sem eru að borga bifreiðatryggingar og að halda úti bíl. Þannig að við skulum versla við ykkur ef þið gerið almennilegt aðgengi að híbýlum ykkar," segir Inga Auðbjörg K. Straumland. Hún fer yfir það sem betur mætti fara fyrir hjólandi og gangandi í samfélaginu í viðtalinu hér að ofan á meðan við röltum í gegn um bílastæðahús Orkuhússins. Við erum ekki nógu mörg fyrir góðar almenningssamgöngur. En við erum nógu mörg fyrir þetta helvíti. pic.twitter.com/bGSsIpuuYW— Eyjólfur Tómasson (@eyjurrr) June 27, 2022 Samgöngur Kópavogur Reykjavík Hjólreiðar Strætó Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur vakti máls á þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Í stuttu spjalli við fréttastofu í dag spyr Andri sig hver í ósköpunum hafi hannað svæðið því sá hljóti að hata lappir. Hann talar einfaldlega um ómanneskjulega hönnun á svæðinu. Það er ekki gert ráð fyrir aðkomu gangandi fólks að Orkuhúsinu við Urðarhvarf. Einhver hannaði þetta, samþykkti, fjárfesti. Einhver líklega á miðjum aldri sem gæti átt eftir 20 ár af svona skemmdarverkum. pic.twitter.com/yoIM2o0Ep4— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) September 21, 2022 Hvergi er gangstéttir að finna í kring um húsið. Til að komast að því þarf annað hvort að ganga yfir stórt bílastæði eða fara í gegn um stærðarinnar bílastæðahús. Í húsinu eru Domus barnalæknar og röntgendeild Orkuhússins. Í tilefni að bíllausa deginum, sem er haldinn í dag, skelltum við okkur í Strætó upp í Orkuhúsið til að hitta þar ritara Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan en þar kallar ritari samtakanna eftir því að verslanir og fyrirtæki fari að hugsa betur um þá sem ekki eiga bíl. Það er um fjórðungur Íslendinga sem ekki fer flestar ferðir sínar á einkabíl. Við eigum líka pening og jafnvel meiri pening en þeir sem eru að borga bifreiðatryggingar og að halda úti bíl. Þannig að við skulum versla við ykkur ef þið gerið almennilegt aðgengi að híbýlum ykkar," segir Inga Auðbjörg K. Straumland. Hún fer yfir það sem betur mætti fara fyrir hjólandi og gangandi í samfélaginu í viðtalinu hér að ofan á meðan við röltum í gegn um bílastæðahús Orkuhússins. Við erum ekki nógu mörg fyrir góðar almenningssamgöngur. En við erum nógu mörg fyrir þetta helvíti. pic.twitter.com/bGSsIpuuYW— Eyjólfur Tómasson (@eyjurrr) June 27, 2022
Samgöngur Kópavogur Reykjavík Hjólreiðar Strætó Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira