Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf Snorri Másson skrifar 23. september 2022 09:02 Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð. Mikil umræða skapaðist á Twitter í vikunni vegna tísts Hermanns Rúnarssonar sem hljóðaði svo: „ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk. Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega. Þið eruð bara á spítti.“ Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg og margir urðu til þess að halda hinu gagnstæða fram, að lyf á borð við Concerta og Elvanse hefðu haft byltingarkennd áhrif til hins betra. Og að þegar athyglisbresti er til að dreifa, sé þetta einmitt ekki eins og spítt, heldur mun frekar hvert annað nauðsynlegt lyf. Málin voru rædd í Íslandi í dag á miðvikudag, viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Haraldur Erlendsson geðlæknir telur að ef eitthvað er þurfi fleiri greiningu og meðferð vegna ADHD.Vísir/Vilhelm Fá lyf sem hafa eins mikil jákvæð áhrif og þessi Haraldur Erlendsson segir að lyfin geti hvort tveggja bætt líf fólks til muna og komið í veg fyrir að það lendi í ógöngum. Það sýni mælingar. „Það eru eiginlega fá lyf sem hafa eins mikil áhrif til góðs eins og einmitt þessi lyf,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri greinast með ADHD og sú frétt er sögð árlega að Íslendingar séu Norðurlandameistarar og hástökkvarar í uppáskriftum. Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%. „Þessi fyrstu 5% eru oft mikið veikir einstaklingar og fúnkera kannski ekki vel í þjóðfélaginu. Hinir sem eru að standa sig mun [10 prósentin sem eru ekki með greiningu] betur myndu samt standa sig miklu betur ef þeir væru á einhvers konar meðferð, hvaða meðferð sem það er,“ segir Haraldur. Vill greina enn fleiri Nú greinist hver fullorðinn á fætur öðrum með ADHD og fer í kjölfarið á lyf. Því er haldið fram að sumir fari sér óðslega í að sjúkdómsgreina þegar þess er ekki endilega þörf. Haraldur segir þó gífurlega vinnu að baki hverri greiningu. ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk.Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega.Þið eruð bara á spítti.— Hermann Rúnarsson (@nomoremriceguy) September 18, 2022 „Það er eiginlega enginn sjúkdómur í geðlæknisfræðunum sem er metinn eins nákvæmlega. Við förum gjarnan yfir 300 spurningar til að kanna þetta og til að mæla bæði hvaða einkenni eru til staðar og á hvaða sviðum þetta er að hamla fólki,“ segir Haraldur. „Við erum að nota örvandi lyf sem eru skráð sem fíkniefni til að hjálpa fólki. Þess vegna eru menn á varðbergi. Eins og á Íslandi, þetta er alvarlegt mál. Mest notaða fíkniefnið á Íslandi eru ADHD-lyfin, þeir sem eru verstu fíklarnir eru að sprauta þessu í æð. Þannig að dimma hliðin er sú að þetta er líka að valda vandræðum.“ Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%.Vísir/Vilhelm Haraldur hvetur til þess að sjúkdómurinn verði tekinn alvarlegar. „Þetta kostar mikið. Þetta skapar mikla vanlíðan og mikið liggur við að við sinnum þessu mun betur en hingað til, jafnvel tvisvar sinnum betur. Ég vil sjá 50% aukningu að minnsta kosti á meðferðum við ADHD og greiningum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Ísland í dag Tengdar fréttir Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8. júlí 2022 11:58 Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 „Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. 20. júní 2022 18:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Mikil umræða skapaðist á Twitter í vikunni vegna tísts Hermanns Rúnarssonar sem hljóðaði svo: „ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk. Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega. Þið eruð bara á spítti.“ Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg og margir urðu til þess að halda hinu gagnstæða fram, að lyf á borð við Concerta og Elvanse hefðu haft byltingarkennd áhrif til hins betra. Og að þegar athyglisbresti er til að dreifa, sé þetta einmitt ekki eins og spítt, heldur mun frekar hvert annað nauðsynlegt lyf. Málin voru rædd í Íslandi í dag á miðvikudag, viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Haraldur Erlendsson geðlæknir telur að ef eitthvað er þurfi fleiri greiningu og meðferð vegna ADHD.Vísir/Vilhelm Fá lyf sem hafa eins mikil jákvæð áhrif og þessi Haraldur Erlendsson segir að lyfin geti hvort tveggja bætt líf fólks til muna og komið í veg fyrir að það lendi í ógöngum. Það sýni mælingar. „Það eru eiginlega fá lyf sem hafa eins mikil áhrif til góðs eins og einmitt þessi lyf,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri greinast með ADHD og sú frétt er sögð árlega að Íslendingar séu Norðurlandameistarar og hástökkvarar í uppáskriftum. Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%. „Þessi fyrstu 5% eru oft mikið veikir einstaklingar og fúnkera kannski ekki vel í þjóðfélaginu. Hinir sem eru að standa sig mun [10 prósentin sem eru ekki með greiningu] betur myndu samt standa sig miklu betur ef þeir væru á einhvers konar meðferð, hvaða meðferð sem það er,“ segir Haraldur. Vill greina enn fleiri Nú greinist hver fullorðinn á fætur öðrum með ADHD og fer í kjölfarið á lyf. Því er haldið fram að sumir fari sér óðslega í að sjúkdómsgreina þegar þess er ekki endilega þörf. Haraldur segir þó gífurlega vinnu að baki hverri greiningu. ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk.Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega.Þið eruð bara á spítti.— Hermann Rúnarsson (@nomoremriceguy) September 18, 2022 „Það er eiginlega enginn sjúkdómur í geðlæknisfræðunum sem er metinn eins nákvæmlega. Við förum gjarnan yfir 300 spurningar til að kanna þetta og til að mæla bæði hvaða einkenni eru til staðar og á hvaða sviðum þetta er að hamla fólki,“ segir Haraldur. „Við erum að nota örvandi lyf sem eru skráð sem fíkniefni til að hjálpa fólki. Þess vegna eru menn á varðbergi. Eins og á Íslandi, þetta er alvarlegt mál. Mest notaða fíkniefnið á Íslandi eru ADHD-lyfin, þeir sem eru verstu fíklarnir eru að sprauta þessu í æð. Þannig að dimma hliðin er sú að þetta er líka að valda vandræðum.“ Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%.Vísir/Vilhelm Haraldur hvetur til þess að sjúkdómurinn verði tekinn alvarlegar. „Þetta kostar mikið. Þetta skapar mikla vanlíðan og mikið liggur við að við sinnum þessu mun betur en hingað til, jafnvel tvisvar sinnum betur. Ég vil sjá 50% aukningu að minnsta kosti á meðferðum við ADHD og greiningum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Ísland í dag Tengdar fréttir Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8. júlí 2022 11:58 Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 „Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. 20. júní 2022 18:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8. júlí 2022 11:58
Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00
„Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. 20. júní 2022 18:30