„Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 14:01 Lyfjaskortur getur reglulega komið upp en fyrr á árinu var til að mynda skortur á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir mikilvægt að koma í veg fyrir lyfjaskort á landinu eftir að greint var frá því fyrr á árinu að skortur væri á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Um sé að ræða viðvarandi verkefni og unnið sé að umbótum á ýmsum sviðum. Bæta þurfi meðal annars upplýsingamiðlun til stofnana og heilbrigðisstarfsmanna og auka samstarf við Norðurlöndin. Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik. Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik.
Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira