Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. september 2022 12:05 Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra. Vísir/Einar Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. Í ávarpi sem var sjónvarpað snemma í morgun tilkynnti Vladimir Pútín forseti Rússlands þjóð sinni að hann hefði skrifað undir tilskipun um herkvaðningu. Í kjölfarið greindi varnarmálaráðherra landsins frá því að þrjú hundruð þúsund varaliðar yrðu kallaðir til. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum segir ákvörðunina eiga rætur í vandræðum rússneska hersins í Úkraínu og að mannafla skorti. „Það sem er verið að kalla út er varalið, menn sem hafa verið í hernum og hafa fengið einhverja þjálfun en það er samt óljóst hversu tilbúið þetta lið er til átaka,“ segir Albert. Skjáskot úr ávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað í morgun.AP/fjölmiðlaskrifstofa rússneska forsetaembættisins Hann segir ómögulegt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa á stuðning við aðgerðirnar meðal rússnesku þjóðarinnar. Fréttastofa Reuters greinir þó frá því að ferðir aðra leið frá Rússlandi rjúki út. Rússnenskir karlmenn óttist að verða kvaddir í herinn og meinað að yfirgefa landið. Albert segir það ekki koma á óvart. „Eftir innrásina hefur fjöldi manns flutt frá Rússlandi, sérstaklega ungt fólk sem kann erlend tungumál og getur fengið vinnu annars staðar. Þetta er fólksflótti og það sem kallað er Brain Drain á ensku, þeir eru að missa mjög hæft fólk. Og það er mjög líklegt að herkvaðningin muni ýta á það.“ Stigmögnun í orðræðu Pútín var nokkuð herskár í ávarpinu í morgun; ræddi um kjarnavopn, um að tryggja öryggi á hernumdum svæðum - þar sem Rússar hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun, og sagði að Rússar muni verja sig með öllum tiltækum ráðum. Albert segir orðræðuna hafa stigmagnast. „Það er verið að gefa í skyn að því verði lýst yfir að héröð í Úkraínu verði hluti af Rússlandi og þar með muni hernaðaraðgerðir gegn þessum héröðum fela í sér árás á Rússland. Hann er að gefa það í skyn að það verði brugðist við frekari aðgerðum Úkraínuhers á þessum svæðum með þeim hætti að um sé að ræða árás á Rússland.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Í ávarpi sem var sjónvarpað snemma í morgun tilkynnti Vladimir Pútín forseti Rússlands þjóð sinni að hann hefði skrifað undir tilskipun um herkvaðningu. Í kjölfarið greindi varnarmálaráðherra landsins frá því að þrjú hundruð þúsund varaliðar yrðu kallaðir til. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum segir ákvörðunina eiga rætur í vandræðum rússneska hersins í Úkraínu og að mannafla skorti. „Það sem er verið að kalla út er varalið, menn sem hafa verið í hernum og hafa fengið einhverja þjálfun en það er samt óljóst hversu tilbúið þetta lið er til átaka,“ segir Albert. Skjáskot úr ávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað í morgun.AP/fjölmiðlaskrifstofa rússneska forsetaembættisins Hann segir ómögulegt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa á stuðning við aðgerðirnar meðal rússnesku þjóðarinnar. Fréttastofa Reuters greinir þó frá því að ferðir aðra leið frá Rússlandi rjúki út. Rússnenskir karlmenn óttist að verða kvaddir í herinn og meinað að yfirgefa landið. Albert segir það ekki koma á óvart. „Eftir innrásina hefur fjöldi manns flutt frá Rússlandi, sérstaklega ungt fólk sem kann erlend tungumál og getur fengið vinnu annars staðar. Þetta er fólksflótti og það sem kallað er Brain Drain á ensku, þeir eru að missa mjög hæft fólk. Og það er mjög líklegt að herkvaðningin muni ýta á það.“ Stigmögnun í orðræðu Pútín var nokkuð herskár í ávarpinu í morgun; ræddi um kjarnavopn, um að tryggja öryggi á hernumdum svæðum - þar sem Rússar hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun, og sagði að Rússar muni verja sig með öllum tiltækum ráðum. Albert segir orðræðuna hafa stigmagnast. „Það er verið að gefa í skyn að því verði lýst yfir að héröð í Úkraínu verði hluti af Rússlandi og þar með muni hernaðaraðgerðir gegn þessum héröðum fela í sér árás á Rússland. Hann er að gefa það í skyn að það verði brugðist við frekari aðgerðum Úkraínuhers á þessum svæðum með þeim hætti að um sé að ræða árás á Rússland.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira