Samþykki í nauðgunarmáli undir smásjá Hæstaréttar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. september 2022 07:01 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir en áður hafði maðurinn verið sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni í Landsrétti fær áheyrn Hæstaréttar. Rétturinn telur að málið kunni að vera fordæmisgefandi eftir lagabreytingar um veitt samþykki. Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira