Samþykki í nauðgunarmáli undir smásjá Hæstaréttar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. september 2022 07:01 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir en áður hafði maðurinn verið sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni í Landsrétti fær áheyrn Hæstaréttar. Rétturinn telur að málið kunni að vera fordæmisgefandi eftir lagabreytingar um veitt samþykki. Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira