„Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. september 2022 17:59 Bjarni segist hafa verið að biðja um meira jafnvægi í umfjöllun og vandaðri vinnubrögð. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra svarar ummælum Þórðar Snæs Júlíussonar og segist furða sig á skrifum Þórðar. Hann segist hvorki vera í liði með lögreglunni né blaðamönnum heldur lögum landsins. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans sagði rannsóknina á máli sem snúi blaðamönnum og meintri byrjun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, vera glórulausa. Gögn málsins sýni það. Hann sagði pistilinn sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skrifaði um aðgerðir lögregluembættisins á Norðurlandi eystra vera fordæmalausan og grafalvarlegan. „Enda öllu skynsömu fólki ljóst að þar var valdamikill stjórnmálamaður að skipta sér af lögreglurannsókn á blaðamönnum og koma vilja sínum um framgang hennar skýrt til skila,“ segir Þórður Snær. Bjarni svarar Þórði í nýjum pistli og segir Þórð sjá í sér óvin og kallar skrif hans „furðuskrif.“ Hann segist hafa bent á að fréttaflutningur af málinu hafi að mestu byggst á getgátum. „Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna,“ skrifar Bjarni. Hann segist einnig hafa bent á það að þó blaðamenn njóti ákveðinnar verndar þurfi þeir að mæta í skýrslutöku til lögreglu en Landsréttur hafi staðfest það. Blaðamennirnir hafi nú allir mætt í slíka. „Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið,“ skrifar Bjarni. Hann segist hafa verið að biðja um vandaðri vinnubrögð í pistli sínum, hann hafi talið umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Þeir sem hafi skrifað um málið megi kannski læra af því hvernig hlutirnir hafi farið á endanum. „Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja,“ skrifar Bjarni. Færslu Bjarna í heild sinni má lesa hér að neðan. Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar. Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta? Ég ætla eingöngu að gera stuttar athugasemdir: 1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna. 2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið. Þetta eru nú svona samandregið helstu staðreyndir þess sem ég var að fjalla um. Ég var nú fyrst og fremst að biðja um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Þá taldi ég umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu einir að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings. Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja. PS Fyrir sérlega áhugasama: Með eftirfarandi orðum var málflutningi blaðamannanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar vendar að lögum, vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar: Að öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu. Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn boginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi. Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans sagði rannsóknina á máli sem snúi blaðamönnum og meintri byrjun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, vera glórulausa. Gögn málsins sýni það. Hann sagði pistilinn sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skrifaði um aðgerðir lögregluembættisins á Norðurlandi eystra vera fordæmalausan og grafalvarlegan. „Enda öllu skynsömu fólki ljóst að þar var valdamikill stjórnmálamaður að skipta sér af lögreglurannsókn á blaðamönnum og koma vilja sínum um framgang hennar skýrt til skila,“ segir Þórður Snær. Bjarni svarar Þórði í nýjum pistli og segir Þórð sjá í sér óvin og kallar skrif hans „furðuskrif.“ Hann segist hafa bent á að fréttaflutningur af málinu hafi að mestu byggst á getgátum. „Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna,“ skrifar Bjarni. Hann segist einnig hafa bent á það að þó blaðamenn njóti ákveðinnar verndar þurfi þeir að mæta í skýrslutöku til lögreglu en Landsréttur hafi staðfest það. Blaðamennirnir hafi nú allir mætt í slíka. „Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið,“ skrifar Bjarni. Hann segist hafa verið að biðja um vandaðri vinnubrögð í pistli sínum, hann hafi talið umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Þeir sem hafi skrifað um málið megi kannski læra af því hvernig hlutirnir hafi farið á endanum. „Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja,“ skrifar Bjarni. Færslu Bjarna í heild sinni má lesa hér að neðan. Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar. Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta? Ég ætla eingöngu að gera stuttar athugasemdir: 1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna. 2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið. Þetta eru nú svona samandregið helstu staðreyndir þess sem ég var að fjalla um. Ég var nú fyrst og fremst að biðja um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Þá taldi ég umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu einir að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings. Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja. PS Fyrir sérlega áhugasama: Með eftirfarandi orðum var málflutningi blaðamannanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar vendar að lögum, vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar: Að öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu. Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn boginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi.
Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar. Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta? Ég ætla eingöngu að gera stuttar athugasemdir: 1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna. 2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið. Þetta eru nú svona samandregið helstu staðreyndir þess sem ég var að fjalla um. Ég var nú fyrst og fremst að biðja um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Þá taldi ég umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu einir að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings. Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja. PS Fyrir sérlega áhugasama: Með eftirfarandi orðum var málflutningi blaðamannanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar vendar að lögum, vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar: Að öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu. Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn boginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi.
Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira