MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2022 17:30 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar er einn þeirra fjögurra blaðamanna sem var boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/Egill Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn er einn af fjórum blaðamönnum sem fengu stöðu sakborninga eftir að hafa fjallað um hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja“ vegna gruns um að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífs. Aðalsteinn greinir frá þessari ákvörðun í ítarlegri grein á Stundinni. Héraðsdómur Norðurlands eystra tók málið til efnislegrar umfjöllunar og úrskurðaði að ákvörðun lögreglunnar um að gera hann að sakborningi í málinu hafi verið óheimil. Í kjölfarið vísaði Landsréttur kæru Aðalsteins frá og það sagt í úrskurði að ekkert hefði komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hefði ekki verið gætt. Hæstiréttur hafnaði síðan beiðni um áfrýjun. Málið hefði þegar fengið meðferð á tveimur dómstigum. Aðalsteinn og Þórður Snær Júlíusson fengu á dögunum afhent gögn frá lögreglu sem varpa skýrara ljósi á málatilbúnað hennar og vinnubrögð. Í ljósi alls þessa og sannfæringar Aðalsteins hefur hann ákveðið að leita til MDE. Í pistli sínum segir hann að margt bendi til þess að ekki allir séu jafnir gagnvart Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn sakar lögregluna um rangan málatilbúnað og að setja hann fram gegn betri vitund. Þeir Aðalsteinn og Þórður Snær hafa birt pistla og rakið málið eftir að hafa fengið málsgögnin í hendurnar. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 „Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Aðalsteinn er einn af fjórum blaðamönnum sem fengu stöðu sakborninga eftir að hafa fjallað um hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja“ vegna gruns um að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífs. Aðalsteinn greinir frá þessari ákvörðun í ítarlegri grein á Stundinni. Héraðsdómur Norðurlands eystra tók málið til efnislegrar umfjöllunar og úrskurðaði að ákvörðun lögreglunnar um að gera hann að sakborningi í málinu hafi verið óheimil. Í kjölfarið vísaði Landsréttur kæru Aðalsteins frá og það sagt í úrskurði að ekkert hefði komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hefði ekki verið gætt. Hæstiréttur hafnaði síðan beiðni um áfrýjun. Málið hefði þegar fengið meðferð á tveimur dómstigum. Aðalsteinn og Þórður Snær Júlíusson fengu á dögunum afhent gögn frá lögreglu sem varpa skýrara ljósi á málatilbúnað hennar og vinnubrögð. Í ljósi alls þessa og sannfæringar Aðalsteins hefur hann ákveðið að leita til MDE. Í pistli sínum segir hann að margt bendi til þess að ekki allir séu jafnir gagnvart Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn sakar lögregluna um rangan málatilbúnað og að setja hann fram gegn betri vitund. Þeir Aðalsteinn og Þórður Snær hafa birt pistla og rakið málið eftir að hafa fengið málsgögnin í hendurnar.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 „Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23
„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. 12. ágúst 2022 14:01
Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13