Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum: „Þetta er orðinn ansi dýr pakki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. september 2022 22:31 Fréttastofa ræddi við nokkra einstaklinga sem voru að versla í matinn. Stöð 2 Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum en verði þó enn mikil. Neytendur finna vel fyrir mikilli verðhækkun á matarkörfunni samhliða hækkunum á öðrum kostnaðarliðum. Fyrir foreldra með börn sé þetta til að mynda orðinn ansi dýr pakki. Í upphafi árs mældist tólf mánaða verðbólga 5,7 prósent en í júlí var hún komin upp í 9,9 prósentustig og hafði ekki verið meiri í tæp þrettán ár. Þrátt fyrir spár viðskiptabankanna um að verðbólgan færi yfir tíu prósent í ágúst minnkaði hún milli mánaða og mældist 9,7 prósent. Greiningadeild Landsbankans spáir því nú að verðbólga í september minnki enn frekar, fari niður í 9,6 prósent, og verði komin niður í 8,8 prósent í desember. Fasteignamarkaðurinn hefur keyrt verðbólguna áfram undanfarna mánuði en í ágúst var vægi húsnæðiskostnaðar um fjögur prósent af 9,7 prósentustigum. Ferðir og flutningar voru næst stærsti hlutinn eða 1,6 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn var síðan matur og drykkjavörur og átti sá flokkur 1,3 prósent í verðbólgunni. Skipting verðbólgunnar eftir flokkum. En hafa neytendur fundið fyrir því að matarkarfan hafi hækkað? „Já ég myndi nú segja það, alveg töluvert. Einn poki kannski fer úr því að vera fimm þúsund í það að vera sjö þúsund kall,“ segir Svava Marín Óskarsdóttir. „Aðeins en kannski ekki svo ýkja mikið,“ segir Sveinn Ragnar Jónsson. „Já, það geri ég alveg helling, mjög mikið á þessu ári,“ segir Hildur Margrét Einarsdóttir. „Já, ég finn fyrir því. Ég er svona að versla inn á heimili í fyrsta skiptið núna á ævinni, ungur maður. Þannig já,“ segir Egill Örnuson Hermannsson. „Ég verð vör við það já. Ég finn bara fyrir því þegar ég kem að kassanum að almennt hafa vörur hækkað,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir. Bætist ofan á aðrar verðhækkanir Kaffi, te og kakó hefur hækkað mest í verði, eða um 14,2 prósent frá því í upphafi árs. Þá hefur kjöt hækkað um 9,2 prósent frá upphafi árs, fiskur um 7,2 prósent, olíur og feitmeti um 6,9 prósent, og mjólkurvörur og egg um 5,7 prósent. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur hækkunin verið enn meiri, eða allt að 25 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti Alþýðusambandsins er ekki mikið tilefni til frekari hækkana en neytendur finna vel fyrir þeirri hækkun sem hefur þegar átt sér stað. Það bætist síðan ofan á hækkanir á öðrum sviðum, til að mynda hærra bensínverð og aukinn húsnæðiskostnað. „Auðvitað hangir þetta allt á sömu spýtunni, það eru launin og það sem maður hefur í vasanum, það tekur á því. Mér finnst þetta bara ömurlegt fyrir fólk sem er með börn og svona,“ segir Hrafnhildur. „Þetta fylgir allt saman. Líka bara fyrir börn í fótbolta og fimleikum og svoleiðis þá er þetta orðinn ansi dýr pakki, getur maður sagt,“ segir Svava. Neytendur Matur Verslun Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í upphafi árs mældist tólf mánaða verðbólga 5,7 prósent en í júlí var hún komin upp í 9,9 prósentustig og hafði ekki verið meiri í tæp þrettán ár. Þrátt fyrir spár viðskiptabankanna um að verðbólgan færi yfir tíu prósent í ágúst minnkaði hún milli mánaða og mældist 9,7 prósent. Greiningadeild Landsbankans spáir því nú að verðbólga í september minnki enn frekar, fari niður í 9,6 prósent, og verði komin niður í 8,8 prósent í desember. Fasteignamarkaðurinn hefur keyrt verðbólguna áfram undanfarna mánuði en í ágúst var vægi húsnæðiskostnaðar um fjögur prósent af 9,7 prósentustigum. Ferðir og flutningar voru næst stærsti hlutinn eða 1,6 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn var síðan matur og drykkjavörur og átti sá flokkur 1,3 prósent í verðbólgunni. Skipting verðbólgunnar eftir flokkum. En hafa neytendur fundið fyrir því að matarkarfan hafi hækkað? „Já ég myndi nú segja það, alveg töluvert. Einn poki kannski fer úr því að vera fimm þúsund í það að vera sjö þúsund kall,“ segir Svava Marín Óskarsdóttir. „Aðeins en kannski ekki svo ýkja mikið,“ segir Sveinn Ragnar Jónsson. „Já, það geri ég alveg helling, mjög mikið á þessu ári,“ segir Hildur Margrét Einarsdóttir. „Já, ég finn fyrir því. Ég er svona að versla inn á heimili í fyrsta skiptið núna á ævinni, ungur maður. Þannig já,“ segir Egill Örnuson Hermannsson. „Ég verð vör við það já. Ég finn bara fyrir því þegar ég kem að kassanum að almennt hafa vörur hækkað,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir. Bætist ofan á aðrar verðhækkanir Kaffi, te og kakó hefur hækkað mest í verði, eða um 14,2 prósent frá því í upphafi árs. Þá hefur kjöt hækkað um 9,2 prósent frá upphafi árs, fiskur um 7,2 prósent, olíur og feitmeti um 6,9 prósent, og mjólkurvörur og egg um 5,7 prósent. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur hækkunin verið enn meiri, eða allt að 25 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti Alþýðusambandsins er ekki mikið tilefni til frekari hækkana en neytendur finna vel fyrir þeirri hækkun sem hefur þegar átt sér stað. Það bætist síðan ofan á hækkanir á öðrum sviðum, til að mynda hærra bensínverð og aukinn húsnæðiskostnað. „Auðvitað hangir þetta allt á sömu spýtunni, það eru launin og það sem maður hefur í vasanum, það tekur á því. Mér finnst þetta bara ömurlegt fyrir fólk sem er með börn og svona,“ segir Hrafnhildur. „Þetta fylgir allt saman. Líka bara fyrir börn í fótbolta og fimleikum og svoleiðis þá er þetta orðinn ansi dýr pakki, getur maður sagt,“ segir Svava.
Neytendur Matur Verslun Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26