Stefán Árni vildi vita hver væri svona helsti munurinn fyrir unga leikmenn sem spila heima á Íslandi í Olís deildinni og hvað þeir þyrftu að gera til að vera klárir í leiki í til að mynda dönsku úrvalsdeildinni.
„Olís deildin er frábær deild að mörgu leyti, sérstaklega fyrir þessa ungu stráka. Þeir fá snemma tækifæri, fá snemma hlutverk í liðunum sínum. Það gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum sem þurfa að bíða miklu lengur eftir tækifæri í meistaraflokksbolta.“
„Er frábær vettvangur fyrir leikmenn í kringum 18 ára aldur, frábært að sjá þá fá alvöru hlutverk í liðunum sínum. Þannig ná þeir smá forskoti á jafnaldra sína í útlöndum og eru kannski „gildnari“ sem handboltamenn.“
Ásgeir Örn tók undir þetta en sagði að leikmenn hér á landi ættu ekki að fara út fyrr en þeir væru orðnir meðal bestu leikmanna deildarinnar og ekki fyrr en þeir hefði farið í gegnum allavega eina úrslitakeppni þar sem allt væri undir.
„Maður þroskast gríðarlega í slíkum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn en spjall Seinni bylgjunnar við Arnór Atlason má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.