Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2022 14:27 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í Samarkand í dag. EPA/SERGEI BOBYLEV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. Leiðtogarnir funduðu í dag og gagnrýndi Modi innrásina í Úkraínu og sagði að nú væri „ekki tími fyrir stríð“. „Ég veit af afstöðu þinni af átökunum í Úkraínu, þínum áhyggjum,“ sagði Pútín samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Við munum gera okkar besta til að enda þetta eins fljótt og auðið er.“ Þá sakaði hann Úkraínumenn um að vilja ekki eiga í viðræðum við Rússa. Í fyrstu fóru viðræður fram milli Úkraínumanna og Rússa en þær voru stöðvaðar eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og öðrum byggðum norður af Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, urðu ljós. Sjá einnig: Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha #WATCH | I know about your position on the conflict in Ukraine & also about your concerns. We want all of this to end as soon as possible. We will keep you abreast of what is happening there: Russian President Putin during a bilateral meet with PM Modi(Source: DD) pic.twitter.com/jkSBQzcqtO— ANI (@ANI) September 16, 2022 Pútín fundaði í gær með Xi Jinping, forseta Kína, og þá sagðist hann einni hafa skilning á áhyggjum Xi af innrásinni. Pútín er staddur í Samarkand í Úsbekistan á leiðtogafundi Öryggisbandalags Sjanghæ eða SCO. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Rússar gerðu innrás í Úkraínu þann 24. febrúar. Rússar hafa gefið fjölmargar ástæður fyrir innrásinni sem snúast margar um það að Vesturlönd séu að nota Úkraínu gegn Rússlandi. Aðrar uppgefnar ástæður hafa verið á þann veg að Rússar vilji vernda íbúa Úkraínu gegn nasistum sem stjórni landinu. Heima fyrir hafa skilaboðin frá yfirvöldum í Rússlandi til þjóðarinnar oft verið á þá leið að úkraínska þjóðin eigi ekki tilvistarrétt. Úkraína sé Rússland. Innrásin ber þó merki landvinningastríðs og hafa tugir þúsunda dáið vegna hennar. Rússneskir hermenn standa frammi fyrir fjölmörgum trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi og fjölmörg ódæði í Úkraínu. Fjölmörg byggðarlög af ýmsum stærðargráðum hafa svo gott sem verið jöfnuð við jörðu í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Fyrst reyndu Rússar að taka Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í skyndiárás. Það gekk ekki eftir og eftir mikið mannfall hörfuðu Rússar með því markmiði að stytta birgðalínur sínar og einbeita sér að austur- og suðurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Eftir hægan og kostnaðarsaman árangur í austri, og lítinn sem engan í suðri, undanfarna mánuði, hafa Rússar flúið frá Kharkív og virðast í tiltölulega slæmri stöðu. Samhliða versnandi stöðu Rússlands hafa ráðamenn í Moskvu og málpípur Kreml ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna gegn Úkraínu og Vesturlöndum. Þá hefur innrásin haft slæm áhrif á hagkerfi heimsins og orku- og matvælamarkað. Sjá einnig: Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Vilja vopn til að vinna sem fyrst Úkraínumenn, sem hafa notið vopnasendinga og annars konar aðstoðar frá ýmsum Vesturlöndum, hafa frá upphafi innrásarinnar beðið um fleiri og betri vopn en þeir hafa fengið. Eftir vel heppnaða sókn þeirra gegn Rússum í Kharkív segja Úkraínumenn að öllum ætti að vera ljóst að besta leiðin til að binda enda á stríðið sé að hjálpa Úkraínumönnum að sigra Rússa sem fyrst. Önnur fljótleg leið væri að Pútín skipaði her sínum að hörfa frá Úkraínu en hann þykir ekki líklegur til þess. Rússland Indland Úsbekistan Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Pútín sjái ekki bjálkann í eigin auga Kanslari Þýskalands segir Pútín neita að átta sig á því að hann hafi gert mistök með innrásinni í Úkraínu. Hann sjái ekki bjálkann í eigin auga og hafi ekki breytt afstöðu sinni að neinu leyti. 14. september 2022 23:35 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku. 12. september 2022 11:34 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í dag og gagnrýndi Modi innrásina í Úkraínu og sagði að nú væri „ekki tími fyrir stríð“. „Ég veit af afstöðu þinni af átökunum í Úkraínu, þínum áhyggjum,“ sagði Pútín samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Við munum gera okkar besta til að enda þetta eins fljótt og auðið er.“ Þá sakaði hann Úkraínumenn um að vilja ekki eiga í viðræðum við Rússa. Í fyrstu fóru viðræður fram milli Úkraínumanna og Rússa en þær voru stöðvaðar eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og öðrum byggðum norður af Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, urðu ljós. Sjá einnig: Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha #WATCH | I know about your position on the conflict in Ukraine & also about your concerns. We want all of this to end as soon as possible. We will keep you abreast of what is happening there: Russian President Putin during a bilateral meet with PM Modi(Source: DD) pic.twitter.com/jkSBQzcqtO— ANI (@ANI) September 16, 2022 Pútín fundaði í gær með Xi Jinping, forseta Kína, og þá sagðist hann einni hafa skilning á áhyggjum Xi af innrásinni. Pútín er staddur í Samarkand í Úsbekistan á leiðtogafundi Öryggisbandalags Sjanghæ eða SCO. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Rússar gerðu innrás í Úkraínu þann 24. febrúar. Rússar hafa gefið fjölmargar ástæður fyrir innrásinni sem snúast margar um það að Vesturlönd séu að nota Úkraínu gegn Rússlandi. Aðrar uppgefnar ástæður hafa verið á þann veg að Rússar vilji vernda íbúa Úkraínu gegn nasistum sem stjórni landinu. Heima fyrir hafa skilaboðin frá yfirvöldum í Rússlandi til þjóðarinnar oft verið á þá leið að úkraínska þjóðin eigi ekki tilvistarrétt. Úkraína sé Rússland. Innrásin ber þó merki landvinningastríðs og hafa tugir þúsunda dáið vegna hennar. Rússneskir hermenn standa frammi fyrir fjölmörgum trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi og fjölmörg ódæði í Úkraínu. Fjölmörg byggðarlög af ýmsum stærðargráðum hafa svo gott sem verið jöfnuð við jörðu í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Fyrst reyndu Rússar að taka Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í skyndiárás. Það gekk ekki eftir og eftir mikið mannfall hörfuðu Rússar með því markmiði að stytta birgðalínur sínar og einbeita sér að austur- og suðurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Eftir hægan og kostnaðarsaman árangur í austri, og lítinn sem engan í suðri, undanfarna mánuði, hafa Rússar flúið frá Kharkív og virðast í tiltölulega slæmri stöðu. Samhliða versnandi stöðu Rússlands hafa ráðamenn í Moskvu og málpípur Kreml ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna gegn Úkraínu og Vesturlöndum. Þá hefur innrásin haft slæm áhrif á hagkerfi heimsins og orku- og matvælamarkað. Sjá einnig: Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Vilja vopn til að vinna sem fyrst Úkraínumenn, sem hafa notið vopnasendinga og annars konar aðstoðar frá ýmsum Vesturlöndum, hafa frá upphafi innrásarinnar beðið um fleiri og betri vopn en þeir hafa fengið. Eftir vel heppnaða sókn þeirra gegn Rússum í Kharkív segja Úkraínumenn að öllum ætti að vera ljóst að besta leiðin til að binda enda á stríðið sé að hjálpa Úkraínumönnum að sigra Rússa sem fyrst. Önnur fljótleg leið væri að Pútín skipaði her sínum að hörfa frá Úkraínu en hann þykir ekki líklegur til þess.
Rússland Indland Úsbekistan Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Pútín sjái ekki bjálkann í eigin auga Kanslari Þýskalands segir Pútín neita að átta sig á því að hann hafi gert mistök með innrásinni í Úkraínu. Hann sjái ekki bjálkann í eigin auga og hafi ekki breytt afstöðu sinni að neinu leyti. 14. september 2022 23:35 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku. 12. september 2022 11:34 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50
Pútín sjái ekki bjálkann í eigin auga Kanslari Þýskalands segir Pútín neita að átta sig á því að hann hafi gert mistök með innrásinni í Úkraínu. Hann sjái ekki bjálkann í eigin auga og hafi ekki breytt afstöðu sinni að neinu leyti. 14. september 2022 23:35
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku. 12. september 2022 11:34