„Það eru engar slíkar varanlegar undanþágur“ Erna Bjarnadóttir og Jón Bjarnason skrifa 16. september 2022 07:01 Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Erna Bjarnadóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar