Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 07:41 Bandaríkjamaðurinn Yvon Chouinard stofnaði útivistarfatnaðarframleiðandann Patagonia árið 1973. Hér er hann í einni verslun sinni árið 1993. Getty Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. Hinn 83 ára Chouinard segist vona að með þessu nýja eigendafyrirkomulagi verði hægt að tryggja að allur hagnaður fyrirtækisins, sem fari ekki í uppbyggingu þess, renni til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Áætlar hann að um 100 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar íslenskra króna, muni þannig renna til baráttunnar á ári hverju. BBC segir frá því að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1973 og að tekjur þess á síðasta ári hafi numið um 1,5 milljarði Bandaríkjadala. Þá er talið að auðævi Chouinard hafi numið um 1,2 milljarði Bandaríkjadala, um 168 milljarðar íslenskra króna. „Þrátt fyrir mikilleika þess þá eru auðlindir jarðar ekki óendanlegar, og það má ljóst vera að við höfum gengið umfram þanþol,“ sagði Chouinard þegar hann rökstuddi ákvörðun sína að gefa fyrirtækið frá sér. „Í stað þess að kreista verðmæti úr náttúrunni og umbreyta í auð, þá erum við að nýta þann auð sem Patagonia skapar til að vernda uppsprettuna.“ Fyrirtækið, sem staðsett er í Kaliforníu, hefur síðustu ár gefið um prósent af árlegum hagnaði til grasrótarsamtaka sem vinna að sjálfbærni. Bandaríkin Tíska og hönnun Fjallamennska Loftslagsmál Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinn 83 ára Chouinard segist vona að með þessu nýja eigendafyrirkomulagi verði hægt að tryggja að allur hagnaður fyrirtækisins, sem fari ekki í uppbyggingu þess, renni til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Áætlar hann að um 100 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar íslenskra króna, muni þannig renna til baráttunnar á ári hverju. BBC segir frá því að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1973 og að tekjur þess á síðasta ári hafi numið um 1,5 milljarði Bandaríkjadala. Þá er talið að auðævi Chouinard hafi numið um 1,2 milljarði Bandaríkjadala, um 168 milljarðar íslenskra króna. „Þrátt fyrir mikilleika þess þá eru auðlindir jarðar ekki óendanlegar, og það má ljóst vera að við höfum gengið umfram þanþol,“ sagði Chouinard þegar hann rökstuddi ákvörðun sína að gefa fyrirtækið frá sér. „Í stað þess að kreista verðmæti úr náttúrunni og umbreyta í auð, þá erum við að nýta þann auð sem Patagonia skapar til að vernda uppsprettuna.“ Fyrirtækið, sem staðsett er í Kaliforníu, hefur síðustu ár gefið um prósent af árlegum hagnaði til grasrótarsamtaka sem vinna að sjálfbærni.
Bandaríkin Tíska og hönnun Fjallamennska Loftslagsmál Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira