Íslenska er aðgengismál! Vaida Bražiūnaitė skrifar 15. september 2022 08:31 Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga. Ég byrjaði að skamma sjálfa mig fyrir að kunna ekki reiprennandi íslensku um leið og ég kom til Íslands, fyrir að vera löt, fyrir að vera ekki nógu klár. En fyrir mér hefur íslenskan verið mjög flókin og ég hef oft verið feimin við að tala og gera mistök. Þó hef ég notað hana frá því að ég kom fyrst til Íslands: ég vann á leikskóla, í grunnskóla, í búð, hóteli, bókasafni, banka og bjó til mörg skapandi verkefni. Þar hef ég oftast talað bara íslensku. En það sem truflaði mig mikið við að bæta íslenskukunnáttuna í gegnum árin var að reyna að skilja rökfræði tungumálsins og fá rými til að komast að kjarnanum. Ég þurfti að skilja málfræðina betur en að eitthvað væri einhvern veginn bara „af því bara“. Þá ákvað ég að byrja á grunni, að fjárfesta í tungumálinu og byrjaði í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands í fyrra, eftir að hafa búið á Íslandi í átta ár. Þetta var ekki sérstaklega auðveld skráning ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég þurfti að sannfæra þau um að hleypa mér inn vegna þess að ég var ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu heldur á Vestfjörðum (þar sem einmitt í kringum 15% íbúa eru skilgreindir sem innflytjendur). Eins furðulega og það hljómar bjargaði Covid mér því þá loksins varð námið aðgengilegt í fjarkennslu. Ég var svo sannarlega ánægð með þetta tækifæri til að læra í Háskóla Íslands, loksins! Ég legg mikið upp úr því að læra og tók námslán til að geta gert þetta að fullu starfi. Þetta nám er greiðasta leiðin mín að fullri samfélagslegri þátttöku. Ég verð að fjárfesta í framtíðinni, hugsaði ég. Tíminn mun leiða í ljós hvernig ég mun geta borgað þetta upp eftir nokkur ár - og með hvaða starfi. Vonandi get ég sameinað menntun mína og íslenskukunnáttu. Í lok síðustu annar fékk ég aðeins jákvæð viðbrögð frá kennurunum mínum varðandi það að ég héldi áfram náminu næsta vetur. Ég fékk fallega hvatningu frá kennara eins námskeiðsins, um að ég væri í fyrsti nemandinn í sögu þess námskeiðs sem fékk fullt stiga fyrir munnlegt lokaverkefni. Þetta fannst mér mikil hvatning til að halda áfram. Nokkrum vikum síðar var mér boðið að vera fjallkona á Ísafirði og í tilefni dagsins samdi ég mitt eigið ljóð og las upp fyrir hundruð manns. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð eftir bara eitt ár á fullum fókus í náminu að geta skrifað mitt eigið ljóð á þessu flókna tungumáli og hafa tilfinningu fyrir því, fyrir íslenskunni. En það er meira. Ég hef heyrt að það sé stórt vandamál að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Ég á syni sem þurfa virka íslenska málörvun samhliða kennslu í litháísku, sem er mitt móðurmál. Þeirra nám verður flóknara með árunum og ég vil skilja þá og leiðbeina þeim. Ég er hluti af menningu og samfélagi sem fer að mestu fram á íslensku og þátttaka mín veltur að miklu leyti á íslenskukunnáttu. Núna í haust fór námið aftur af stað - en í staðkennslu. Stemmningin nú er aðeins önnur. Nú er það undir hverjum og einum kennara komið hvort þau veita mér aðgang að kennslustundum. Sumir kennarar veita mér aðgang í gegnum Zoom en aðrir ekki. Það eru dagar sem ég velti fyrir mér hvar ég á að byrja að læra. Það er erfitt að stunda sjálfsnám án leiðsagnar í sumum námskeiðum og satt best að segja finnst mér eins og ég sé að skapa auka streitu og álag kennaranna með því að fá þessa sérmeðferð. Ég berst ekki bara fyrir sjálfa mig - vegna þess að ég er hálfnuð með námið og ætla mér að komast í gegnum það, heldur líka vegna þeirra frábæru kennara í HÍ sem berjast fyrir réttindum mínum. Ég berst fyrir því að þetta sé tekið alvarlega, að það séu sköpuð fjölbreytt og raunveruleg tækifæri til íslenskunáms og að það sé sniðið að þörfum ólíkra hópa. Ég óska þess að landsbyggðarfólk og aðrir sem hafa ekki aðgang að staðkennslu þyrftu ekki að fara bakdyramegin í íslenskunám við HÍ. Íslenskunám á að vera aðgengilegt öllum og ég veit að það eru fleiri nemendur sem myndu vilja fara í þetta nám en vegna ýmissa hindrana hafa ekki möguleika á því að mæta á staðinn. Ég vill sjá námskeið á öllum stigum: fjarkennslu og/eða staðkennslu fyrir alla innflytjendur. Á vinnutíma og utan vinnutíma. Með flókinni málfræði og án hennar. Nú þurfa ráðamenn að gera eins og ætlast er til af duglegu útlendingunum og drífa sig bara og laga þetta. Íslenska er aðgengismál! Höfundur er nemi við HÍ og annar stofnenda Hversdagssafnsins á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Ísafjarðarbær Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga. Ég byrjaði að skamma sjálfa mig fyrir að kunna ekki reiprennandi íslensku um leið og ég kom til Íslands, fyrir að vera löt, fyrir að vera ekki nógu klár. En fyrir mér hefur íslenskan verið mjög flókin og ég hef oft verið feimin við að tala og gera mistök. Þó hef ég notað hana frá því að ég kom fyrst til Íslands: ég vann á leikskóla, í grunnskóla, í búð, hóteli, bókasafni, banka og bjó til mörg skapandi verkefni. Þar hef ég oftast talað bara íslensku. En það sem truflaði mig mikið við að bæta íslenskukunnáttuna í gegnum árin var að reyna að skilja rökfræði tungumálsins og fá rými til að komast að kjarnanum. Ég þurfti að skilja málfræðina betur en að eitthvað væri einhvern veginn bara „af því bara“. Þá ákvað ég að byrja á grunni, að fjárfesta í tungumálinu og byrjaði í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands í fyrra, eftir að hafa búið á Íslandi í átta ár. Þetta var ekki sérstaklega auðveld skráning ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég þurfti að sannfæra þau um að hleypa mér inn vegna þess að ég var ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu heldur á Vestfjörðum (þar sem einmitt í kringum 15% íbúa eru skilgreindir sem innflytjendur). Eins furðulega og það hljómar bjargaði Covid mér því þá loksins varð námið aðgengilegt í fjarkennslu. Ég var svo sannarlega ánægð með þetta tækifæri til að læra í Háskóla Íslands, loksins! Ég legg mikið upp úr því að læra og tók námslán til að geta gert þetta að fullu starfi. Þetta nám er greiðasta leiðin mín að fullri samfélagslegri þátttöku. Ég verð að fjárfesta í framtíðinni, hugsaði ég. Tíminn mun leiða í ljós hvernig ég mun geta borgað þetta upp eftir nokkur ár - og með hvaða starfi. Vonandi get ég sameinað menntun mína og íslenskukunnáttu. Í lok síðustu annar fékk ég aðeins jákvæð viðbrögð frá kennurunum mínum varðandi það að ég héldi áfram náminu næsta vetur. Ég fékk fallega hvatningu frá kennara eins námskeiðsins, um að ég væri í fyrsti nemandinn í sögu þess námskeiðs sem fékk fullt stiga fyrir munnlegt lokaverkefni. Þetta fannst mér mikil hvatning til að halda áfram. Nokkrum vikum síðar var mér boðið að vera fjallkona á Ísafirði og í tilefni dagsins samdi ég mitt eigið ljóð og las upp fyrir hundruð manns. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð eftir bara eitt ár á fullum fókus í náminu að geta skrifað mitt eigið ljóð á þessu flókna tungumáli og hafa tilfinningu fyrir því, fyrir íslenskunni. En það er meira. Ég hef heyrt að það sé stórt vandamál að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Ég á syni sem þurfa virka íslenska málörvun samhliða kennslu í litháísku, sem er mitt móðurmál. Þeirra nám verður flóknara með árunum og ég vil skilja þá og leiðbeina þeim. Ég er hluti af menningu og samfélagi sem fer að mestu fram á íslensku og þátttaka mín veltur að miklu leyti á íslenskukunnáttu. Núna í haust fór námið aftur af stað - en í staðkennslu. Stemmningin nú er aðeins önnur. Nú er það undir hverjum og einum kennara komið hvort þau veita mér aðgang að kennslustundum. Sumir kennarar veita mér aðgang í gegnum Zoom en aðrir ekki. Það eru dagar sem ég velti fyrir mér hvar ég á að byrja að læra. Það er erfitt að stunda sjálfsnám án leiðsagnar í sumum námskeiðum og satt best að segja finnst mér eins og ég sé að skapa auka streitu og álag kennaranna með því að fá þessa sérmeðferð. Ég berst ekki bara fyrir sjálfa mig - vegna þess að ég er hálfnuð með námið og ætla mér að komast í gegnum það, heldur líka vegna þeirra frábæru kennara í HÍ sem berjast fyrir réttindum mínum. Ég berst fyrir því að þetta sé tekið alvarlega, að það séu sköpuð fjölbreytt og raunveruleg tækifæri til íslenskunáms og að það sé sniðið að þörfum ólíkra hópa. Ég óska þess að landsbyggðarfólk og aðrir sem hafa ekki aðgang að staðkennslu þyrftu ekki að fara bakdyramegin í íslenskunám við HÍ. Íslenskunám á að vera aðgengilegt öllum og ég veit að það eru fleiri nemendur sem myndu vilja fara í þetta nám en vegna ýmissa hindrana hafa ekki möguleika á því að mæta á staðinn. Ég vill sjá námskeið á öllum stigum: fjarkennslu og/eða staðkennslu fyrir alla innflytjendur. Á vinnutíma og utan vinnutíma. Með flókinni málfræði og án hennar. Nú þurfa ráðamenn að gera eins og ætlast er til af duglegu útlendingunum og drífa sig bara og laga þetta. Íslenska er aðgengismál! Höfundur er nemi við HÍ og annar stofnenda Hversdagssafnsins á Ísafirði.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar