Olís-spá kvenna 2022-23: Með fullhlaðnar byssur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2022 10:00 Þrátt fyrir ungan aldur er Harpa Valey Gylfadóttir í lykilhlutverki hjá ÍBV. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst í dag, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Eyjakonur fari upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eyjakonur urðu fyrir miklu áfalli fyrir síðasta tímabil þegar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir meiddust alvarlega. Sú fyrrnefnda sneri aftur eftir áramót en var mjög misjöfn en sú síðarnefnda spilaði ekkert. Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru núna báðar komnar aftur auk þess sem ÍBV hefur endurheimt Ástu Björt Júlíusdóttir. Eyjakonur mæta því til leiks með fullhlaðnar byssur. ÍBV er með einn besta markvörð deildarinnar undanfarin ár, Mörtu Wawrzynkowska, öfluga vörn með Sunnu Jónsdóttur í broddi fylkingar og sóknin ætti að eflast til muna frá síðasta tímabili. Þess fyrir utan er leikmannahópurinn nokkuð breiður og hlutfallið milli ungra og efnilegra og eldri og reyndari leikmanna gott. Eyjakonur enduðu í 4. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og komust í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hlýtur stefnan vera sett á að taka fara allavega upp um eina tröppu. Það eru allavega forsendur fyrir því. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2021-22: 4. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit Lykilmaðurinn Sunna Jónsdóttir er reyndasti leikmaður ÍBV.vísir/hulda margrét Sunna Jónsdóttir er óskoraður leiktogi ÍBV-liðsins og mikilvægasti leikmaður þess. Hún er einn besti varnarmaður Olís-deildarinnar og með endurkomu Birnu og Hrafnhildar Hönnu ætti ekki að mæða jafn mikið á henni í sókninni. Sunna hefur verið í Eyjum í nokkur ár og þyrstir eflaust í að vinna titil með Bandalaginu. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum Dröfn Haraldsdóttir byrjuð aftur Farnar: Lina Cardell til Kärra (Svíþjóð) Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Brotthvarf Linu Cardell ætti að opna leið fyrir Söru Dröfn Richardsdóttur inn í byrjunarlið ÍBV. Hún fær tækifæri í hægra horninu í vetur og gæti neglt þá stöðu niður til frambúðar. Sara var í íslenska U-18 ára liðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Olís-deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst í dag, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Eyjakonur fari upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eyjakonur urðu fyrir miklu áfalli fyrir síðasta tímabil þegar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir meiddust alvarlega. Sú fyrrnefnda sneri aftur eftir áramót en var mjög misjöfn en sú síðarnefnda spilaði ekkert. Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru núna báðar komnar aftur auk þess sem ÍBV hefur endurheimt Ástu Björt Júlíusdóttir. Eyjakonur mæta því til leiks með fullhlaðnar byssur. ÍBV er með einn besta markvörð deildarinnar undanfarin ár, Mörtu Wawrzynkowska, öfluga vörn með Sunnu Jónsdóttur í broddi fylkingar og sóknin ætti að eflast til muna frá síðasta tímabili. Þess fyrir utan er leikmannahópurinn nokkuð breiður og hlutfallið milli ungra og efnilegra og eldri og reyndari leikmanna gott. Eyjakonur enduðu í 4. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og komust í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hlýtur stefnan vera sett á að taka fara allavega upp um eina tröppu. Það eru allavega forsendur fyrir því. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2021-22: 4. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit Lykilmaðurinn Sunna Jónsdóttir er reyndasti leikmaður ÍBV.vísir/hulda margrét Sunna Jónsdóttir er óskoraður leiktogi ÍBV-liðsins og mikilvægasti leikmaður þess. Hún er einn besti varnarmaður Olís-deildarinnar og með endurkomu Birnu og Hrafnhildar Hönnu ætti ekki að mæða jafn mikið á henni í sókninni. Sunna hefur verið í Eyjum í nokkur ár og þyrstir eflaust í að vinna titil með Bandalaginu. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum Dröfn Haraldsdóttir byrjuð aftur Farnar: Lina Cardell til Kärra (Svíþjóð) Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Brotthvarf Linu Cardell ætti að opna leið fyrir Söru Dröfn Richardsdóttur inn í byrjunarlið ÍBV. Hún fær tækifæri í hægra horninu í vetur og gæti neglt þá stöðu niður til frambúðar. Sara var í íslenska U-18 ára liðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar.
2021-22: 4. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit
Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum Dröfn Haraldsdóttir byrjuð aftur Farnar: Lina Cardell til Kärra (Svíþjóð) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00