Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 22:05 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í dag: Gríðarlega yfirgripsmikið Í viðtali við fréttastofu RÚV í kvöld sagði Inga, sem þá hafði tekið sér hlé frá fundi með stjórn flokksins vegna málsins, að um væri að ræða afar yfirgripsmikið mál. „Við erum í raun öll bara ofsalega sorgmædd og harmi slegin. Það er bara ömurlegt að vera komin í þessa stöðu, að þurfa að vera að fjalla um svona lagað þegar við unnum stórkostlegan sigur á Akureyri. Það var mikil gleði og væntingar, eins og fólk vildi og þau gerðu, tóku saman höndum og voru alveg frábær,“ sagði Inga í samtali við Ríkisútvarpið. Fréttastofa hefur ekki náð í Ingu í kvöld, en í samtali við RÚV sagði hún að ekki yrði tekin ákvörðun um hvort vísa ætti mönnunum sem ásakanirnar beinast að úr flokknum. „Þetta er mjög yfirgripsmikið, við erum með gríðarlegt magn af allskonar tölvupóstsendingum og furðulegheitum sem við eigum eftir að fara yfir. Eitt er alveg víst, að við munum alltaf standa með þolendum ef það er niðurstaðan.“ Gott að fá lögreglu að málinu Hjá RÚV kom einnig fram að Jón Hjaltason, sem skipaði þriðja sæti á lista flokksins á Akureyri, myndi ásamt oddvitanum Brynjólfi Ingvarssyni, fara fram á lögreglurannsókn á ásökunum kvennanna. Inga segir það hið besta mál. „Þá geta þessar konur tvær, sem sérstaklega urðu fyrir þessu áreiti, þá munu þær væntanlega stíga fram og fylgja því eftir. En það hefur hvergi komið fram að það hafi verið Jón Hjaltason sem var með kynferðislegt áreiti eða neitt slíkt, og við höfum aldrei gefið það út. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Inga, sem telur frásagnir kvennanna trúverðugar. Hún átti ekki von á því að niðurstaða næðist í málinu í kvöld, og sagði að málið hverfðist ekki eingöngu um þá Jón og Brynjólf. Hún vildi þó ekki, að svo stöddu, segja frá því hverjir fleiri ættu hlut að málinu, sem væri umfangsmeira en nokkurn hefði grunað. „Auðvitað hafa fleiri í hópnum fundið fyrir vanlíðan og kvíða. Kvíða fyrir því að opna póstinn sinn á morgnana, þannig þetta er búið að skapa mikla vanlíðan, og miklu lengur en maður hefur gert sér grein fyrir. Ég gerði mér enga grein fyrir að það væri búin að vera svona langvarandi vanlíðan.“ Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í dag: Gríðarlega yfirgripsmikið Í viðtali við fréttastofu RÚV í kvöld sagði Inga, sem þá hafði tekið sér hlé frá fundi með stjórn flokksins vegna málsins, að um væri að ræða afar yfirgripsmikið mál. „Við erum í raun öll bara ofsalega sorgmædd og harmi slegin. Það er bara ömurlegt að vera komin í þessa stöðu, að þurfa að vera að fjalla um svona lagað þegar við unnum stórkostlegan sigur á Akureyri. Það var mikil gleði og væntingar, eins og fólk vildi og þau gerðu, tóku saman höndum og voru alveg frábær,“ sagði Inga í samtali við Ríkisútvarpið. Fréttastofa hefur ekki náð í Ingu í kvöld, en í samtali við RÚV sagði hún að ekki yrði tekin ákvörðun um hvort vísa ætti mönnunum sem ásakanirnar beinast að úr flokknum. „Þetta er mjög yfirgripsmikið, við erum með gríðarlegt magn af allskonar tölvupóstsendingum og furðulegheitum sem við eigum eftir að fara yfir. Eitt er alveg víst, að við munum alltaf standa með þolendum ef það er niðurstaðan.“ Gott að fá lögreglu að málinu Hjá RÚV kom einnig fram að Jón Hjaltason, sem skipaði þriðja sæti á lista flokksins á Akureyri, myndi ásamt oddvitanum Brynjólfi Ingvarssyni, fara fram á lögreglurannsókn á ásökunum kvennanna. Inga segir það hið besta mál. „Þá geta þessar konur tvær, sem sérstaklega urðu fyrir þessu áreiti, þá munu þær væntanlega stíga fram og fylgja því eftir. En það hefur hvergi komið fram að það hafi verið Jón Hjaltason sem var með kynferðislegt áreiti eða neitt slíkt, og við höfum aldrei gefið það út. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Inga, sem telur frásagnir kvennanna trúverðugar. Hún átti ekki von á því að niðurstaða næðist í málinu í kvöld, og sagði að málið hverfðist ekki eingöngu um þá Jón og Brynjólf. Hún vildi þó ekki, að svo stöddu, segja frá því hverjir fleiri ættu hlut að málinu, sem væri umfangsmeira en nokkurn hefði grunað. „Auðvitað hafa fleiri í hópnum fundið fyrir vanlíðan og kvíða. Kvíða fyrir því að opna póstinn sinn á morgnana, þannig þetta er búið að skapa mikla vanlíðan, og miklu lengur en maður hefur gert sér grein fyrir. Ég gerði mér enga grein fyrir að það væri búin að vera svona langvarandi vanlíðan.“
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53
Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52
Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent