Afar ólík viðbrögð við fyrirspurn um aðfarargerðir á heilbrigðisstofnunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2022 07:57 Ólíkt brugðust þeir við, ráðherrarnir og flokksbræðurnir Willum Þór og Ásmundur Einar. Mynd/Alþingi Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, virðist ekki vilja svara því beint hvort hann telji forsvaranlegt að aðfarargerðir til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá séu framkvæmdar á heilbrigðisstofnunum. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði umrædda fyrirspurn fyrir ráðherra en í svari Ásmundar segir hann umrædda framkvæmd á borði dómsmálaráðuneytisins og að hann hyggist ekki beita sér í einstaklingsmálum vegna úrskurða sem kveðnir eru upp á dómstólum og framkvæmdir af sýslumanni. Fyrirspurn þingmannsins er almenns eðlis en tilefnið vafalítið aðfarargerð sem framkvæmd var á Barnaspítala Hringsins í sumar, gagnvart barni sem var þar í lyfjagjöf. Athygli vekur að sama fyrirspurn vakti allt önnur viðbrögð hjá heilbrigisráðherra, Willum Þór Þórssyni, sem sagðist fyrir sitt leyti telja að stjórnvöld og aðrir ættu að forðast að gera nokkuð það sem truflað gæti veitingu nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Það ætti, að mati ráðherra, einnig við um aðfarargerðir sem framkvæmdar væru til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá og þá sérstaklega ef unnt væri að koma þeim við annars staðar. „Það er hlutverk heilbrigðisstofnana að tryggja að sjúklingar, þ.m.t. börn, fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu og gæta að réttindum sjúklinga meðan á því stendur. Liður í því að geta veitt sem besta heilbrigðisþjónustu er að sjúklingum líði öruggum á heilbrigðisstofnunum og veigri sér ekki við að mæta þangað, svo sem vegna hættu á að þar verði framkvæmdar aðfarargerðir þær sem um er spurt,“ sagði heilbrigðisráðherra. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði umrædda fyrirspurn fyrir ráðherra en í svari Ásmundar segir hann umrædda framkvæmd á borði dómsmálaráðuneytisins og að hann hyggist ekki beita sér í einstaklingsmálum vegna úrskurða sem kveðnir eru upp á dómstólum og framkvæmdir af sýslumanni. Fyrirspurn þingmannsins er almenns eðlis en tilefnið vafalítið aðfarargerð sem framkvæmd var á Barnaspítala Hringsins í sumar, gagnvart barni sem var þar í lyfjagjöf. Athygli vekur að sama fyrirspurn vakti allt önnur viðbrögð hjá heilbrigisráðherra, Willum Þór Þórssyni, sem sagðist fyrir sitt leyti telja að stjórnvöld og aðrir ættu að forðast að gera nokkuð það sem truflað gæti veitingu nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Það ætti, að mati ráðherra, einnig við um aðfarargerðir sem framkvæmdar væru til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá og þá sérstaklega ef unnt væri að koma þeim við annars staðar. „Það er hlutverk heilbrigðisstofnana að tryggja að sjúklingar, þ.m.t. börn, fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu og gæta að réttindum sjúklinga meðan á því stendur. Liður í því að geta veitt sem besta heilbrigðisþjónustu er að sjúklingum líði öruggum á heilbrigðisstofnunum og veigri sér ekki við að mæta þangað, svo sem vegna hættu á að þar verði framkvæmdar aðfarargerðir þær sem um er spurt,“ sagði heilbrigðisráðherra.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira