Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2022 10:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir er á sínum stað í hægra horninu hjá Fram. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst á morgun, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Íslands- og deildarmeistararnir fari niður um tvö sæti milli tímabila. Fram vann tvo af þremur stóru titlunum sem voru í boði á síðasta tímabili. Frammarar urðu deildarmeistarar og svo Íslandsmeistarar leiddir áfram af frábærum leik Karenar Knútsdóttur. Stefán Arnarson er að hefja sitt níunda ár sem þjálfari Fram og líklega hefur hann ekki áður staðið frammi fyrir jafn mörgum ósvöruðum spurningum fyrir tímabil. Fyrir það fyrsta er Fram-liðið svo gott sem skyttulaust eins og staðan er núna. Hildur Þorgeirsdóttir er hætt, óvíst er hvenær Ragnheiður Júlíusdóttir snýr aftur og Kristrún Steinþórsdóttir er meidd. Fram ku þó vera nálægt því að semja við tvær erlendar skyttur sem verða að vera góðar ef liðið ætlar að eiga möguleika á að verja titlana sem það vann í fyrra. Fram hefur líka misst Stellu Sigurðardóttur og Emmu Olsson og þær skilja eftir sig stór skörð, ekki síst í vörninni. Miðað við leikinn gegn Val í Meistarakeppni HSÍ á laugardaginn á Fram-liðið enn nokkuð í land. En enginn skildi vanmeta þennan leikmannahóp og reyndasta þjálfara landsins. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit Lykilmaðurinn Steinunn Björnsdóttir brá sér í gamalt hlutverk í Meistaraleiknum.vísir/hulda margrét Mörgum brá eflaust í brún að sjá Steinunni Björnsdóttur spila fyrir utan í leik Fram og Vals í Meistarakeppninni á laugardaginn. Það var þó vonandi bara neyðarúrræði því Steinunn nýtist Fram best sem línumaður. Til viðbótar er hún einn besti varnarmaður deildarinnar og líklega besti leiðtogi hennar. Ef Karen er heilinn í Fram-liðinu er Steinunn hjartað og það slær í takt við hana. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum Arna Sif Pálsdóttir frá Val Farnar: Hildur Þorgeirsdóttir hætt Emma Olsson til Borussia Dortmund (Þýskalandi) Stella Sigurðardóttir hætt Margrét Björg Castillo til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Erna Guðlaug Gunnarsdóttir hefur verið viðloðandi aðallið Fram undanfarin ár án þess að hafa fengið neitt sérstaklega mörg tækifæri enda í baráttu við margreyndar landsliðskonur sem hafa reynslu úr atvinnumennsku. Erna hefur hins vegar verið í stóru hlutverki hjá U-liði Fram og sýnt að hún er eiginlega of góð fyrir Grill 66 deildina. Spurningin er hvort hún fái tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í Olís-deildina í vetur og grípi það. Olís-deild kvenna Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst á morgun, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Íslands- og deildarmeistararnir fari niður um tvö sæti milli tímabila. Fram vann tvo af þremur stóru titlunum sem voru í boði á síðasta tímabili. Frammarar urðu deildarmeistarar og svo Íslandsmeistarar leiddir áfram af frábærum leik Karenar Knútsdóttur. Stefán Arnarson er að hefja sitt níunda ár sem þjálfari Fram og líklega hefur hann ekki áður staðið frammi fyrir jafn mörgum ósvöruðum spurningum fyrir tímabil. Fyrir það fyrsta er Fram-liðið svo gott sem skyttulaust eins og staðan er núna. Hildur Þorgeirsdóttir er hætt, óvíst er hvenær Ragnheiður Júlíusdóttir snýr aftur og Kristrún Steinþórsdóttir er meidd. Fram ku þó vera nálægt því að semja við tvær erlendar skyttur sem verða að vera góðar ef liðið ætlar að eiga möguleika á að verja titlana sem það vann í fyrra. Fram hefur líka misst Stellu Sigurðardóttur og Emmu Olsson og þær skilja eftir sig stór skörð, ekki síst í vörninni. Miðað við leikinn gegn Val í Meistarakeppni HSÍ á laugardaginn á Fram-liðið enn nokkuð í land. En enginn skildi vanmeta þennan leikmannahóp og reyndasta þjálfara landsins. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit Lykilmaðurinn Steinunn Björnsdóttir brá sér í gamalt hlutverk í Meistaraleiknum.vísir/hulda margrét Mörgum brá eflaust í brún að sjá Steinunni Björnsdóttur spila fyrir utan í leik Fram og Vals í Meistarakeppninni á laugardaginn. Það var þó vonandi bara neyðarúrræði því Steinunn nýtist Fram best sem línumaður. Til viðbótar er hún einn besti varnarmaður deildarinnar og líklega besti leiðtogi hennar. Ef Karen er heilinn í Fram-liðinu er Steinunn hjartað og það slær í takt við hana. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum Arna Sif Pálsdóttir frá Val Farnar: Hildur Þorgeirsdóttir hætt Emma Olsson til Borussia Dortmund (Þýskalandi) Stella Sigurðardóttir hætt Margrét Björg Castillo til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Erna Guðlaug Gunnarsdóttir hefur verið viðloðandi aðallið Fram undanfarin ár án þess að hafa fengið neitt sérstaklega mörg tækifæri enda í baráttu við margreyndar landsliðskonur sem hafa reynslu úr atvinnumennsku. Erna hefur hins vegar verið í stóru hlutverki hjá U-liði Fram og sýnt að hún er eiginlega of góð fyrir Grill 66 deildina. Spurningin er hvort hún fái tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í Olís-deildina í vetur og grípi það.
2021-22: deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit
Komnar: Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum Arna Sif Pálsdóttir frá Val Farnar: Hildur Þorgeirsdóttir hætt Emma Olsson til Borussia Dortmund (Þýskalandi) Stella Sigurðardóttir hætt Margrét Björg Castillo til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00