Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. september 2022 21:15 Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan má sjá nýja auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem landsmönnum er bent á að best sé að æla heima hjá sér. Forsvarsmenn heilsugæslunnar segja að auglýsingaherferðinni sé hrint af stað að gefnu tilefni því mikið sé um að fólk komi á heilsugæslustöðvar með hefðbundnar umgangspestir eins og ælupest. „Já það er ótrúlegt hvað fólk kemur hingað með og þess vegna fórum við af stað með þessa auglýsingaherferð, þetta er að gefnu tilefni sem við viljum koma þessum skilaboðum á framfæri,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sigríður Dóra hvetur fólk til að vera heima ef það er með hefðbundna umgangspest. Auglýsingaherferðinni er ætlað að efla heilsulæsi fólks. arnar halldórsson Að gefnu tilefni og sér í lagi vegna þess að álag á heilsugæslustöðvar er mikið og lítið sem læknar geta gert við almennum umgangspestum sem ganga yfir á nokkrum dögum. „Við erum að vísa þarna á heilsuveru. Það er upplýsingamiðstöðin, netspjall heilsuveru þar sem fólk getur fengið almennar ráðleggingar og bara hugsa sig sjálft fram til hvað sé besta lausnin. Vera ekki að koma til okkar nema það sé eitthvað sem hægt er að gera í málinu annað en bara almenn skynsemi.“ Margir lesendur taka eflaust undir þessi skilaboð frá heilsugæslunni.vísir Já og svo bendir heilsugæslan réttilega á að það sé ekkert spes að fá niðurgang í bílinn og því best að vera bara heima. Heima er pest, hvað finnst þér um þetta slagorð? „Mér finnst þetta algjör snilld og segir allt sem við vildum segja. Þú ert best geymdur heima ef þú ert með pest.“ Heima er best, ef þú ert með pest.vísir Heilsugæsla Heilsa Auglýsinga- og markaðsmál Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan má sjá nýja auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem landsmönnum er bent á að best sé að æla heima hjá sér. Forsvarsmenn heilsugæslunnar segja að auglýsingaherferðinni sé hrint af stað að gefnu tilefni því mikið sé um að fólk komi á heilsugæslustöðvar með hefðbundnar umgangspestir eins og ælupest. „Já það er ótrúlegt hvað fólk kemur hingað með og þess vegna fórum við af stað með þessa auglýsingaherferð, þetta er að gefnu tilefni sem við viljum koma þessum skilaboðum á framfæri,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sigríður Dóra hvetur fólk til að vera heima ef það er með hefðbundna umgangspest. Auglýsingaherferðinni er ætlað að efla heilsulæsi fólks. arnar halldórsson Að gefnu tilefni og sér í lagi vegna þess að álag á heilsugæslustöðvar er mikið og lítið sem læknar geta gert við almennum umgangspestum sem ganga yfir á nokkrum dögum. „Við erum að vísa þarna á heilsuveru. Það er upplýsingamiðstöðin, netspjall heilsuveru þar sem fólk getur fengið almennar ráðleggingar og bara hugsa sig sjálft fram til hvað sé besta lausnin. Vera ekki að koma til okkar nema það sé eitthvað sem hægt er að gera í málinu annað en bara almenn skynsemi.“ Margir lesendur taka eflaust undir þessi skilaboð frá heilsugæslunni.vísir Já og svo bendir heilsugæslan réttilega á að það sé ekkert spes að fá niðurgang í bílinn og því best að vera bara heima. Heima er pest, hvað finnst þér um þetta slagorð? „Mér finnst þetta algjör snilld og segir allt sem við vildum segja. Þú ert best geymdur heima ef þú ert með pest.“ Heima er best, ef þú ert með pest.vísir
Heilsugæsla Heilsa Auglýsinga- og markaðsmál Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira